Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 104
106 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS á Reykjarhamri í Svarfaðardal, bæ sem nú og í öllum öðrum heim- ildurn heitir aðeins Hamar. Þar tóku menn bráðlega hús á Ingimundi, drápu og grófu í skafl, hurfu síðan frá. Þetta var í ársbyrjun 1191. Síðan segir sag-an:5 Guðmundr Arason var þá staðarprestr á Völlum í Svarfaðar- dal. Hann lét bera Ingimund í brott upp í Oxadal, og lá hann þar, til þess er menn kórnu af þingi. Þá lét Guðmundr prestr hann upp taka og færa heim á Völlu. Þetta er svo að skilja að Guðmundur hefur fyrst látið grafa Ingi- mund utangarðs af því að hann hefur verið í vafa um hvort hann ætti að kirkju lægt vegna glæps síns. Eftir þing hefur hann þó talið sig geta látið grafa hann að kirkju; sendir þá eftir honum í bráða- birgðagröfina á Oxadal og jarðar hann í kirkjugarðinum á Völlum. Hér verður frá því að skýra, að þessi heimild um nafnið Oxadalr er ekki svo einhlít sem skyldi. Frásögnin af drápi Ingimundar er ekki á þeim blöðum sem varðveist hafa úr Sturlunguskinnbókunum tveimur, Króksfjarðarbók og Reykj arfj arðarbók. Verður því að at- huga hvernig nafnið birtist í pappírshandritum þeim sem frá þeim eru runnind' I pappírshandritum sem ættuð eru frá Króksfjarðarbók og oft eru einu nafni kölluð Ip, stendur Efstadal. Þau handrit eru ekki mikils metin, enda hafa útgefendur Sturlungu verið einhuga um að hafna þessari nafnmynd og sýnilega talið hana efalausa ritaravillu. I pappírshandritum frá Reykjarfjarðarbók, sem oft eru einu nafni kölluð Ilp, t.d. í ÁM 440 4to, sem Kálund lagði til grundvallar fyrir kaflanum um dráp Ingimundar í hinni krítisku litgáfu sinni af Sturl- ungu, stendur Ofsadal. Virðist Kálund helst ekki hafa talið sig geta hafnað þeirri nafnmynd. því hann heldur henni í dönsku þýðingunni af Sturlungu, Ovsadal.7 Og líklega hefur þessi nafnmynd orðið til þess að Björn Bjarnason giskaði á í útgáfu sinni 1908, að þarna væri átt við Upsadal, sem er einn af þverdölum Svarfaðardals. Eftir er að líta á þann handritaflokk sem runninn er frá hinu glataða Sturlunguhandriti sem séra Eyjólfur lærði Jónsson á Völl- um (1670—1745) setti saman eftir handritum af báðum áðurnefnd- um flokkum. I handritum þessum, sem kenna má við séra Eyjólf, hafa varðveist leiðréttingar sem frá honum eru runnar, t.d. í svo- nefndri Vallabók (Advocates’ Library 21-3-7). Þar er dalnafnið leið- rétt í Uxadal. Séra Eyjólfur hefur vitaskuld verið gagnkunnugur á þeim slóðum þar sem sagan gerist. Hann hefur verið þess fullviss að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.