Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 105
OXADALR
107
hvorki Efstadal né Ofsadal gat verið rétt. Sennilega hefur liann á-
lyktað sem svo að fs í Ofsadal væri mislestur fyrir x. Vitað er að hann
þekkti Hávarðar sögu ísfirðings og skrifaði hana upp,8 svo að nærri
má geta að hann hefur þekkt Oxadalsnafnið þaðan (sjá síðar), en
auk þess er ekki loku fyrir skotið að það hafi enn lifað með Svarf-
dælingum fram á daga séra Eyjólfs á Völlum. Hann var prestur þar
1704—1745.
tJtgefendur Sturlungu hafa fallist á leiðréttinguna Oxadal (Uxa-
dal) og tekið hana upp umsvifalaust,9 allir nema þá Kálund, sem
ekki hefur talið lieimilt að bregða frá besta handriti, og Björn
Bjarnason sem eins og fyrr greinir giskaði á að þarna ætti að standa
Upsadal. Sú tilgáta er að því leyti góð að Upsadalur er þó til með því
nafni og skerst vestur í fjöllin upp frá Upsum á Upsaströnd. En hún
er óhæf vegna þess að þeim góða Guðmundi er ekki ætlandi svo fár-
ániegt uppátæki að drösla hræi Ingimundar vestur yfir Svarfaðar-
dalsá og prjónbrjótast með það alla leið upp á Upsadal til bráða-
birgðagreftrunar og það um hávetur. Þetta hefði dr. Björn áreiðan-
lega séð ef hann hefði verið staðkunnugur á þessum slóðum.
Leiðrétting séra Eyjólfs er sennileg, enda hafa útgefendur yfir-
leitt tekið henni fegins hendi. Og dalurinn sem við er átt í Sturlungu
er með miklum líkum, ef ekki fullri vissu, afdalur sá sem nú nefnist
Hálsdalur/Hamarsdalur. Ingimundur er veginn á Hamri. Það þarf að
hola honum einhvers staðar niður til bráðabirgða. Samkvæmt hinum
fornu lögum á skógarmanns lík ekki að kirkiu lægt, þess er óæll er
og óferjandi. En lík þau öll, sem ekki áttu rétt á legi í vígðri mold,
skyldi ,,þar grafa er firr sé túngarði manns en í örskotshelgi við og
hvorki sé akur né eng og eigi falli vötn af til bólstaða“ (Grágás 1852,
12). Þessum ákvæðum er Guðmundur prestur að fuílnægja, þegar
hann lætur flytja lík Ingimundar upp á Oxadal, sem er i landi Ham-
ars að hálfu, nefnilega Hamarsdalur. Eins og á stóð var Hamars-
bónda líklega skyldast að ljá land undir ófögnuðinn, og upp á óbyggð-
an afdalinn var hvorki löng né ýkja erfið leið, en þó var þar nógu
afskekkt til að ákvæðum laga yrði fullnægt. Allt kemur hér vel heim,
að Oxadalur sé Hálsdalur/Hamarsdalur.
O
O
Renna má fleiri stoðum undir þessa niðurstöðu. Hálsá, sem rennur
eftir dalnum, mun hafa heitið Uxá á miðöldum, þótt nafnið sé nú
týnt eins og dalnafnið.