Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 110
112
ÁREÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lig’gja hlið við hlið, annar sunnan undir en hinn norðan undir Krossa-
fjalli (Hámundarstaðafjalli), sem sumir eru nú farnir að kalla Sólar-
fjall eftir Landnámu. Skammt er milli þessara dala. Hugsum okkur að
söguhöfundur hafi haft nokkra en þó ekki nógu skýra hugmynd um
staðhætti og örnefni á þessum slóðum, um dalina tvo hlið við hlið,
Oxadal og Þorvaldsdal, og Hávarðsstaði í öðrum. Gat ekki slík þekk-
ing nægt til síns brúks í þetta heldur magra og ófrumlega niðurlag
sögu hans?
Ekki verður með sanni sagt að nú sé fyllt skarðið í vör Skíða. Þó
er allrar athygli vert að í Hávarðarsögu er talað um Oxadal og Þor-
valdsdal í sömu andrá. Hálsdalur/Hamarsdalur er næsti granndalur
Þorvaldsdals og stutt á milli. Þetta kann að vera bending um að við
hann sé átt með Oxadal sögunnar. Hún styður því heldur en hitt þá
niðurstöðu sem þegar var fengin með sterkari rökum, að Hálsdalur/
Hamarsdalur hafi heitið Oxadalr.22
Tilvitnnnir
1 Um fjallgarðana beggja vegna Svarfaðardals er ítarlegast yfirlit Hjartar
E. Þórarinssonar o.fl. í Árbólc Ferðafélags íslands 1973. Tvínefning dalanna
kemur einkar skýrt fram í sóknarlýsingu séra Árna Halldórssonar á Tjörn
frá árinu 1839, sjá Eyfirzk fræ'ði II, Akureyri 1972, bls. 71—87.
2 0. Olavius, Oeconomisk Reise igiennem Island, Kiobenhavn 1780 bls. 328,
segir raunar að Bakkadalur „meenes at have været beboet“, en ekki þekkjast
þær sagnir nú.
3 Kr. Kálund, Búlrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island, Kjob-
enhavn 1879, II, bls. 96 nm.
4 Sturlunga saga, Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn
sáu um útgáfuna, Reykjavík 1946, I, bls. 551—552.
5 Ibid., I, bls. 173—174.
6 Sturlunga saga, útg. Kr. Kálund, Kobenbavn og Kristiania 1906—11, I,
bls. 171.
7 Sturlunga saga i dansk oversættelse ved Kr. Kálund, Kobenhavn 1904,
I, bls. 158.
8 Hávarðar saga fsfirðings, udg. for Samfund til udgivelse af gammel nordisk
litteratur ved Björn K. Þórólfsson, Kobenhavn 1923, bls. VII.
9 Utg. Bókmenntafél., Kph, 1817—20, bls. 144; útg. Guðbr. Vigfússonar, Ox-
ford 1878, I, bls. 139; útg. Jóns Jóliannessonar, Magnúsar Finnbogasonar og
Kristján.s Eldjárns, Eeykjavík 1946, I, bls. 173; útg. Guðna Jónssonar,
Reykjavík 1954, I, bls. 282.
10 Á þessi rassaköst árinnar minnist Þorsteinn Þorsteinsson frá Upsum í grein
sinni Skýnngar yfir örnefni sem tilheyra helst Svarfaðardal, Árbók forn-
leifaíélagsins 1975, sjá bls. 117. — Þar lætur Þorsteinn þá skoðun í ljós að
það sé ós Svarfaðardalsár sem nefndur sé Uxárós „í gömlum lögfestum“,
og á þá við fornbréf þau sem hér er vitnað til. En telja verður þó mjög