Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 113

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 113
SAGA HESTALÆKNINGA Á ÍSLANDI Bo Almqvist og Árni Björnsson Doktorsrit George J. Housers: Saga hestalækninga á íslandi A ndmælaræður Bo Almqvist: Margt ótrúlegt gerist í heimi vísindanna. Höfundur doktorsrits þess sem hér verður andmælt er hvorki íslendingur né við ísland tengdur af ættum og upp- runa, heldur Kanadamaður, fæddur í Bandaríkjunum. Hann lauk meistaraprófi í greinum sem ekkert koma íslenskum fræðum við. Hann var búinn að fá sér stöðu og kominn á þann aldur er flestir hugsa mest um staðfestu og eru lítt lagðir fyrir að leggja út á ævintýraleiðir. Svo allt í einu virðist hann hafa smit- ast af ólæknandi tegund bacillus Islandicæ. Hann hóf alveg nýtt nám — fór fyrst til Svíþjóðar, þar sem hann lagði stund á íslensku, sænsku, þjóðfræði og jafnvel írsku við Uppsalaháskóla. Síðar fór hann til fsiands, og nú hefur hann lagt fram doktirsrit, fallegt og mikið að vöxtum, er nefnist Saga hestalækninga á Islandi. Það má furðu sæta að eriendur maður skuli hafa skrifað doktorsrít á íslensku um svo sérstakt og rammíslenskt efni. Slíkt verður ekki afrekað nema með ást og elju, enda eru þessir eiginleikar snarir þættir í riti doktorsefnisins. Um ást fræðimanns á viðfangsefni sinu mætti lengi ræða. Án hennar er verk okkar einskis virði. En ástin getur líka verið hættuleg — hún getur leitt til þess að menn sjái það sem þeir vilja sjá, fremur en það sem í raun er. Hjá höfundi þessa rits er líka um sérstaka tegund ástar að ræða: ást erlends manns á íslenskri menningu. Þessa tegund þekki ég sjálfur vel — ég er lika ástfanginn á þann hátt. Sú hætta fylgir henni, að stundum kann sitthvað að dyljast fyrir sjónum manns ef hann verður íslenskari en fslendingar sjálfir. En þó að sagt sé að ástin geti stundum verið blind er einnig sagt: „Glöggt er gests auga“. Fátt held ég að sé hollara fyrir fræði lands en að erlendir menn séu meðal þeirra sem við þau fást. Þótt ást og elju megi ekki vanta, er það að sjálfsögðu árangurinn sem um á að dæma við andmæli á doktorsriti. Hvernig hefur doktorsefninu tekist að vinna það verk sem hann hefur ásett sér? Mig langar nú þegar að taka það fram að ritið, að mínum dómi, er höfundi og íslenskum fræðum til mikils sóma. En hvort þetta álit. mitt er nokkurs virði eður ei veltur auðvitað á svari við þeirri spurningu að hvaða leyti á að telja mig dómbæran um þetta mál. Þar sem sannleiksást og auðmýkt eru kjarni allra vísindastarfa, ættu menn er dóm leggja á doktorsrit, eflaust mun oftar en gengur og gerist að viðurkenna að þeir kunna ekki skil á öllu því sem um er fjallað. Að því er varðar Sögu hestalækninga á íslandi eru sérstakar ástæður til þess að ég þarf að játa hrein- skilnislega þekkingarleysi mitt á sumum sviðum ritsins. Á bókarkápunni segir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.