Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 114

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 114
116 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS að þetta sé „ltjörin bók handa íslenskum hestamönnum og öllum unnendum ís- lenska hestsins‘‘. Venjulega hef ég vantraust á því sem segir á bókarkápum, en ég' er sannfærður um að í þessu tilfelli er ekki nema um sannleika að ræða. Til þess að fjalla um svo flókið og vísindalegt efni er bókin mjög aðgengileg, læsi- leg og laus við innantómt lærdómsprjál. En sjálfur er ég hvorki íslenskur né hestamaður. Mér þykir vænt um íslenska hesta — svona fyrir augað — en ég hef enga sérþekkingu á þeim, á hestum yfirleitt eða öðrum dýrum. Um dýra- lækningar eða aðrar lækningar veit ég heldur ekki neitt. Hvers vegna er ég þá hér? Vert er að veita því eftirtekt að það er lieimspekideild — ekki dýralækn- ingadeild eða iæknadeild —- sem hefur talið ritgerð þessa hæfa til varnar við doktorspróf. Ég er því kominn í boði Heimspekideildar Háskóla fslands. Mig langar að nota tækifærið til að þakka deildinni fyrir þann heiður er mér hefur verið veittur með þessu boði. Mikið er ánægjulegt fyrir mig að hafa fengið þetta tækifæri að koma til Islands. Nú er víst og satt að ég á marga og góða vini í heimspekideild, en það veit ég einnig að þeir eru heiðarlegir menn, er ekki mundu hafa boðið mér, hefðu þeir ekki talið mig dómbæran um Sögu hesta- lækninga á íslandi! Það er einnig að öllu leyti viðeigandi, að doktorsrit Housers hefur verið lagt fram í heimspekideild. Þó að ritið sé að vísu að miklu leyti dýralækningalegs eðiis, er það að meira leyti menningarsög-ulegs eðlis. Nánar til tekið er helstu heimilda ritsins aflað úr munnmælum — svörum við spurningaskrám og uppskriftum eða segulbandsupptökum af vörum manna. Ritið er ekki heldur takmarkað við aðgerðir sem hafa í raun og veru læknað hesta — það kemur einnig- mikið við þjóðtrú um hrossalækningar. Auk lækninga á ákveðn- um hestasjúkdómum er líka rætt um trú og venjur sem lúta að eflingu eigin- leika er sóst var eftir í hestum, eða að forðast óæskilega eiginleika í þeim t.a.m. í þeim köflum er nefnast Leiðindi og strok, og Þjóðtrú um frjósemi hryssa og ákvörðun-kyns og litar. Með öðrum orðum: Ritið fellur að miklu leyti undir þau fræði er nefnast þjóðháttafræði, þjóðtrúarfræði, þjóðsiðafræði og þjóð- sagnafræði. Við getum samnefnt þessi fræði þjóðfræði. Reyndar kemur ritið þessum fræðum svo mikið við að segja mætti að titillinn — Saga hestalxlcninga á Íslandi — sé ögn villandi. Ef til vill væri Þjóðfræðisaga liostalækninga á ís- landi réttnefni. Þótt efniviðurinn sé sóttur í íslensk munnmæli, notar Houser líka allmikinn samanburðarefnivið frá þjóðfræðasöfnum í öðrum löndum, sérstaklega frá Norðurlöndum, ekki síst Svíþjóð, og úr prentuðum bókum sem hafa munnmæla- sagnir að geyma. Þær aðferðir sem við verður að hafa við söfnun slíkra heim- ilda, við mat á þeim, við notkun og samanburð þeirra, eru í aðalatriðum þær sömu, hvert sem efnið er, eða frá hvaða landi sem það er sótt. Við slík störf hef ég fengist að minnsta kosti í tuttugu og fimm ár og það er við þær hliðar málsins sem ég ætla aðallega að dvelja hér á eftir í andmælaræðu minni. Efni doktorsritsins er skipað niður á þá leið, að heimildir, heimildaöflun og vinnuaðferðir eru teknar til meðíerðar í Formála; i 31 eftirfarandi köflum er rætt um tilteknar lækningaaðferðir og ráð við tilteknum hrossasjúkdómum. Kaflarnir 1—5 fjalla um skurðaðgerðir á hestum, 6—8 um sjúkdóma í melt- ingarfærum, 9—10 um sjúkdóma í þvagfærum, 11—14 um húðsjúkdóma, 15 um kreddur um hárafar hestsins, 16 um augnveiki, 17-—20 um munnsjúkdóma, 21— 23 um þrjá sjúkdóma, sem einkum hafa tíðkast á íslandi, 24 um óákveðna sjúk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.