Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 137
FJ ÖLDAGRÖFIN í BRATTAHLÍÐ
139
komst þó ekki til Vínlands heldur hrakti inn til Lýsuf j arðar í Vestri-
bvg-g-ð og bjóst þar til vetursetu með lið sitt. Síðan segir Ólafur orð-
rétt (bls. 395—96):
„1 Lýsufirði leitaði hann um vistir og fékk öllum hásetum sínum
vistir, en var vistlaus sjálfur . .. T Lýsufirði hafa varla verið stórbýli
á árunum fyrir 1020 og væntanlega ekki auðvelt að fá tuttugu og
fimm mönnum þar vistir. Sagt er að margir förunautar Þorsteins
hafi andast úr sótt, svo og hann sjálfur, og að líkin voru flutt til
Eiríksfjarðar og jörðuð að kirkju vorið eftir.
Árið 1961 fundust leifar Þjóðhildarkirkju í Brattáhlíð. Kirkja og
kirkjugarður voru síðan grafin upp og rannsökuð gaumgæfilega. Við
suðurvegg kirkjunnar fannst gröf með beinahrúgu, og kom síðar í
ljós að þetta voru bein tólf manna og barns, 12—14 ára. Meðalhæð
þessara tólf fullorðnu manna var 177 sm., en meðalhæð karlmanna
sem hafa verið jarðaðir í þessum kirkjugarði hefur verið 171 sm.
Skyldu ekki þarna vera komnir Þorsteinn Eiríksson og hásetar hans,
þeir sem liann valdi að afli og vexti? Þessi ágiskun er ekki alveg út
í bláinn: Gröfin er við suðurvegg kirkjunnar. Það bendir í fyrsta
lagi til þess, að þeir sem þarna voru grafnir hafi verið af mikilsháttar
fólki, en í öðru lagi til þess, að kirkjan hafi verið svo til nýreist, fyrst
autt rúm var við suðurvegg hennar.“
Þannig segist Ólafi Halldórssyni frá, og ekki er hann langorður
fremur en Krogh. Tilgátan sem svo lítið lætur yfir sér hefur sitthvað
mjög til síns ágætis. Hárrétt virðist það vera að kirkjugarðurinn
hefur verið nýlega upp tekinn þegar fjöldagröfin var gerð, annars
hefði verið mjög óeðlilegt að ógrafið pláss væri á þessum stað. Rétt
mun einnig vera að einkum meiriháttar fólk fengi leg hið næsta
kirkju. En ekki er síst athyglisverð hin mikla hæð mannanna. Meðal-
hæð karlmanna í heiðnum sið á Islandi hefur verið tæpir 172 sm eða
mjög svipuð meðalhæð karla í kirkjugarðinum í Brattahlíð. Menn-
irnir í fjöldagröfinni skera sig því algjörlega úr og mega heita hafa
verið risar að vexti. Það er mjög atliyglisvert þegar þess er gætt að
sagan segir Þorstein hafa valið menn til fararinnar sem mestir voru
að afli og vexti. Nú var för hans heitið til Vínlands, þótt hún endaði
í Lýsufirði, svo að vonlegt var að hann vildi hafa hrausta menn
með sér. Minna máli hefði það átt að skipta hvort þeir voru háir eða
lágir í loftinu. Ef einhver fótur er fyrir sögunni kynni hæð mann-
anna að hafa verið til að ægja skrælingjunum sem búast mátti við á