Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 143
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS 1977
145
með sér meiri bölvun en óhj ákvæmilegt var. En þessi kenning þyrfti
mun nákvæmari prófunar við.
Til könnunar á þessu sviði yrði að nota úrtak frá hverri byggð og
hverri kynslóð til að rekja þróunina. Ekki tel ég mig þess umkom-
inn að áætla, hversu tíma- og mannfrekt slíkt verkefni gæti orðið.
Þar þyrftu hagskýrslufræðingar að vera með í ráðum.
Ætlunin var einnig að kanna, hvort ekki mundi reynast unnt að
koma upp einhverskonar þjóðháttanefnd þar vestra, sem unnið gæti
slíkt söfnunarstarf í samvinnu við þj óðháttadeild Þjóðminjasafnsins
á Islandi. Það sýnist a.m.k. kostnaðarminna. Um þetta ráðgaðist ég
einkum við Harald Bessason prófessor við Manitoba-háskóla. Niður-
staða okkar var sú, að tormerki væru á því að vinna slík verk, nema
maður kæmi frá Islandi, þótt e.t.v. mætti finna aðstoðarmenn vesti’a.
I fyrsta iagi þarf sá, sem stýrir könnuninni, að þekkja vel til ís-
lenskra þjóðhátta, sögu og annarra aðstæðna til að skynja, hvaða
samsvaranir eða andstæður vestra væru öðrum fremur athygli verð-
ar. Liggur þetta vitaskuld í augum uppi.
I öðru lagi taldi Haraldur af 20 ára reynslu, að Vestur-Islendingar
tækju miklu meira mark á þeim, sem kæmu alla ieið frá gamla land-
inu, en hinum, sem upp væru vaxnir vestra, og væru mun samvinnu-
fúsari við hina fyrrnefndu. Varð ég raunar ofboðlítið var við þetta
sj álfur.
Svo virðist sem talsverður áhugi sé að vakna meðal yngstu kyn-
slóðar Vestur-Islendinga á tengslum og kynnum við gamla landið. Sá
áhugi hefur verið nokkuð blandinn á síðustu hundrað árum og ýmist
gætt beiskju og fordóma á báða bóga, heima og vestra, ellegar þá
gagnrýnislítillar tilbeiðslu. Nú virðist farið að sléttast yfir þessi til-
finningamál og þau skoðuð á hlutlægari hátt. Því væri nú tími til að
gera úttekt á þróun menningarsambands Islendinga heima og hand-
an, rneðan enn er unnt að ná sambandi við fjórar kynslóðir í einu.
I stuttu máli sagt: Meðal Vestur-Islendinga er að finna margs-
konar forvitnilegar heimildir, sem því miður er sjaldnast hægt að
lesa af bókum, heldur eru einungis til í minni manna. Og með hverju
ári fækkar þeim, sem muna lengst aftur.
Ég vil svo að endingu þakka öllum þeim aðilum, sem gerðu mér
kleift að inna af hendi þessa lauslegu könnun“.“
FræSirit safnmanna.
Eins og að líkum lætur fer ævinlega nokkur tími safnmanna til
fræðistarfa, þótt margir kysu að geta varið meira af tíma sínum til
10