Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 146
148
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Margrét Þorleifsdóttir, R., Aðalsteinn Jóhannsson, Skjaldfönn, Þur-
íður Þórðardóttir, R., Ólafur Óskarsson, Mosfellssveit, Dorothea
Stephensen, R., Geir Baldursson, Skálavík, Kristján Benediktsson, R.,
Jón Jakobsson, R., Klemenz Tryggvason, R., Torfi Jónsson, R., Bir-
gitte Spur Ólafsson, R., Iðnkynningarnefnd, R., Erla Egilsson, R.,
Runólfur Þórarinsson, R., Þórður Tómasson, Skógum, Hákon Bjarna-
son, R., Gunnar Hvammdal Sigurðsson, R., Grétar Eiríksson, R.,
Den kongelige mont, Kongsberg, Thorvaldsensfélagið, R., Laufey
Guðmundsdóttir, R., Aage Edwin Nielsen, R., Óskar Gíslason, R.,
Sigurður Björnsson, Kvískerjum, Stefán Valdemarsson, R., Kristín
Sigurðardóttir, R., dr. Sigurður Þórarinsson, R., Lúðvík Kristjáns-
son, Hafnarf., Þjóðskjalasafn, Halldór Halldórsson, Vopnaf., Gunn-
laugur Magnússon, R., Meyvant Sigurðsson, R., dr. Kristján Eldjárn,
Bessastöðum.
Fornleifarannsóknir og fornleifavarsla.
Hafist var handa um rannsóknir fornrústa á Hrafnseyri við Arn-
arfjörð, þar sem heita Grelutóttir á eyrinni rétt innan við Hrafns-
eyrará, en um rústir þessar er getið í skýrslu ársins 1973. Guð-
mundur Ólafsson fil. kand. hafði umsjón með rannsókninni, en með
honum unnu Mjöll Snæsdóttir fil. kand. og Kristín Sigurðardóttir
fornleifafræðinemi. Stóð rannsóknin frá 21. júní til 12. ágúst og voru
rannsökuð tvö hús, skáli með bakhúsi, fremur lítill en greinilegur,
og jarðhús, sem svipar mjög til þeirra, sem fundust í Hvítárholti.
Er ljóst, að hér er um forna byggð að ræða en talið er þó, að einhver
hluti rústanna hafi verið sléttaður út þegar tún var gert þarna á
næstu grösum. Rannsókninni varð ekki lokið og verður fram haldið
uns lokið er.
I ágúst og september rannsakaði Mjöll Snæsdóttir byggingaleifar,
sem komu upp á bæjarstæðinu á Skarði á Skarðsströnd. Þarna var
verið að jafna út með jarðýtu og kom þá í ljós hlaðin kjallaraþró og
ýmsar mannvistarleifar. Ekki tókst að greina, hvers konar þró hér
hefur verið um að ræða, en hún virtist of lítil til að vera eiginlegur
kjallari og mun varla stafa frá múrhúsi því á Skarði, sem getið er
um í heimildum frá 17. öld. En eins og gefur að skilja eru gríðar-
miklar mannvistarleifar þar á bæjarstæðinu eins og alls staðar þar
sem búið hefur verið á sama stað lengi.
Aðrar eiginlegar fornleifarannsóknir voru ekki á vegum safnsins,