Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 147
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS 1977
149
en í Vestmannaeyjum gerði Margrét Hermannsdóttir fil. kand. frek-
ari rannsóknir á rústunum í Herjólfsdal.
Eftirtaldar fornleifar voru friðlýstar á árinu: Allar gamlar manna-
minjar í Herdísarvík í Árnessýslu, fjöldi ótilgreindur, Dælaréttir í
landi Skálmholts í Árnessýslu og Þorlákshafnarsel undir Votabergi
á Hellisheiði.
Ferðir safnmanna.
Getið er dvalar þjóðminjavarðar erlendis í upphafi ársins, en í
framhaldi þeirrar dvalar sótti hann fund um endurnýjun borgar-
hverfa í Strasbourg 16.—18. mars, ásamt Runólfi Þórarinssyni
fulltrúa í menntamálaráðuneytinu. Þá sótti hann ásamt Gísla Gests-
syni fyrsta safnverði víkingafund í Árósum í ágúst, og í framhaldi
af því heimsótti hann nokkur söfn á Suður-Jótlandi og Norðvestur-
Þýskalandi, einkum í Tonder og sjóminjasafnið í Bremerhaven. Veitti
safnið þeim ferðastyrk til víkingafundarins, svo sem venja er um
slíka fundi, og smávægilegan stuðning þjóðminjaverði til framhalds-
ferðar sinnar.
Árni Björnsson fór til Kanada, svo sem fyrr er frá greint, og Elsa
E. Guðjónsson safnvörður fór á vegum safnsins á 2. fund samvinnu-
hóps norrænna búninga- og textílfræðinga (Nordisk arbetsgrupp för
drákt- och textilforskare), sem haldinn var í Helsingfors og Ábo,
Finnlandi, fyrstu vikuna í janúar 1977. Á fundinum voru flutt er-
indi um textílrannsóknir og ræddir ýmsir þættir samstarfs, m.a.
hvernig haga mætti samantekt á norrænu búningaorðasafni, og einn-
ig hvað liði samantekt á ritskrá um norræna búninga og textíla sem
ákveðin var á fyrsta fundinum (1974). E. E. G. gerði grein fyrir und-
irbúningsvinnu sinni að norrænu útsaumsorðasafni er hún hafði átt
uppástungu að (1974), og við skrá um íslensk rit varðandi búninga
og textíla. — Á heimleið frá fundinum dvaldist E. E. G. á vegum
safnsins sinn hvorn dagínn í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Osló við
athuganir vegna ákveðinna rannsóknarverkefna.
Dagana 26.—30. sept. 1977 sótti E. E. G., fyrir eigin reikning', fund
alþjóðasamtaka textílfræðinga (Centre international d’etude des tex-
tiles anciens, i.e. CÍETA) sem haldinn var í London. Voru þar flutt
erindi um hina margvíslegustu þætti textílrannsókna; flutti E. E. G.
erindi m. skuggamyndum um ensk áhrif í íslenskum útsaumi á 17. öld.
Ekki er ástæða til að tíunda venjulegar og minni háttar ferðir
innanlands, en geta má þess, að í apríl fóru þjóðminjavörður og