Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 156
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ur koma hér til að gera fyrstu athuganir á þessum stað. Lét þjóðminj avörður
í ljós áhuga á því sem Helgi hiafði fram að færa.
Sigurður Þórarinsson benti á að hér væri etf til vill verkefni sem norræni
menningarmálasjóðurinn gæti styrkt.
Björn Þorsteinsson tók fram að það þyrfti að ganga landið og friðlýsa fleiri
fornminjar, en þegar eru friðlýstar. Nefndi hann nokkur dæmi um minjastaði
sem ekki hefði verið nægur gaumur gefinn t.d. í Hvalfirði og við Þerneyjarsund.
Þessu næst flutti Gísli Gestsson erindi með skuggamyndum um rannsókn sína
á miðaldabæ í Álftaveri. Var liér um að ræða mjög vel varðveittar rústir bæjar
sem staðið hafði ekki al'llangt frá Þykkvabæjarklaustri og eru þar nú mikiir
eyðisandar. Bærinn hefur eyðst vegna Kötluhlaups, og taldi fyrirlesari að það
mundi hafa átt sér stað á 15. öld og byggist sú tímasetning á steintausbroti
sem unnt er að ákvarða til þess tíma. — Fundarmenn þökkuðu fyrirlesara með
lófataki fyrir mjög fróðlegt erindi.
Síðan svaraði hann nokkrum fyrirspurnum.
Fleira gerðist ekki. Fundi siitið.
■Jón Steffensen Kristján Eldjám
STJÓRN FORNLEIFAFÉLAGSINS
Embættismenn kjörnir á aðalfundi 1077:
Formaður: Dr. Jón Steffensen prófessor.
Skrifari: Dr. Kristján Eldjárn.
Féhirðir: Gísli Gestsson safnvörður.
Endurskoðunarmenn:
Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri.
Páll Líndal lögmaður.
Varaformaður: Dr. Magnús Már Lárusson fv. háskólarektor.
Varaskrifari: Þórhallur Vilmundarson prófessor.
Varaféhirðir: Þór Magnússon þjóðminjavörður.
Fulltrúar:
Til aðalfundar 1979:
Dr. Björn Þorsteinsson prófessor.
Gils Guðmundsson alþingismaður.
Halldór J. Jónsson safnvörður.
Til aðalfundar 1981:
Þórður Tómasson safnvörður, Skógum.
Dr. Sigurður Þórarinsson prófessor.
Dr. Sturla Friðriksson erfðafræðingur.
REIKNINGUR FORNLEIFAFÉLAGSINS 1976
Tekjur:
Sjóður frá fyrra ári ......................................... 514.819,—
Styrkur úr ríkissjóði ........................................ 300.000,—
Árgjöld 1975 715.002,—
Seldar eldri árbækur ......................................... 88.200,—
Vextir ............................................................. 35,486,—
1.653.507,—