Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 158
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Jón E. Björnsson forstjóri, Reykjavík.
Jón Sigurgeirsson, Akureyri.
Knútur Bruun hrl., Reykjavík.
Magnús Guðmundsson, Reykjavík.
Margrét Gísladóttir handavinnukennari, Reykjavík.
Náttúruvemdarráð, Reykj avík.
Pétur G. Jónsson vélvirki, Kópavogi.
Pétur Pétursson, Reykjavik.
Skúli Árnason, Reykjavík.
Ragnheiður Þorláksdóttir, Reykjavík.
Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði.
Þórunn Gísladóttir, Reykjavík.
Orðsending til félagsmanna
Á árinu 1978 var félag-smönnum í Hinu íslenzka fornleifafélagi
sent bréi' þar sem skýrt var frá því að Hafsteinn Guðmundsson prent-
smiðjustjóri hefði boðist til að ljósprenta alla árganga Árbókar sem
nú eru ekki lengur fáanlegir og mundu árgangamir 1880—86 koma
út á árinu 1979, ýmist bundnir saman í eitt bindi eða í einstökum
heftum, eftir óskum manna.
Stjórn félagsins vill enn á ný vekja athygli félagsmanna á þessu
merkilega framtaki og hvetja þá sem ætla að nota sér tækifærið að
gefa sig fram við Hafstein Guðmundsson heldur í fyrra lagi.
Fornleifafélagið á aldarafmæli 1979. Vel færi á að menn minntust
þess með því að gefa gaum að starfsemi félagsins og Árbók þess, og
þó einkum með því að kynna það kunningjum sínum og afla félaginu
góðra félagsmanna og Árbókinni nýrra og traustra lesenda. Munið
að árgjaldi er mjög stillt í hóf og fyrir það fá menn Árbók, en fari
svo að útkoma hennar bregðist eru menn ekki heldur krafðir um ár-
gjald. Engin ástæða er reyndar til að ætla að Árbók haldi ekki áfram
göngu sinni, og væri eðlilegra að vonast til þess á merku afmælisári,
að vegur þessa gamla rits megi vaxa heldur en hitt.