Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 16
20 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS skal ekki gert. Sjálfsmyndir listamanna felldar inn í verk eiga all langa sögu. Taka má eftir því að þær eru iðulega til hliðar í mynd. Er andlit Ögurbónd- ans, Björns Guðnasonar, í þessari Kristsmynd, en hann á að hafa gefið brík- ina Ögurkirkju? Um það skal ekkert fullyrt. Einn postulanna í bríkinni, Jakob eldri, nefndur eftir Compostella á Spáni, valinn staður í miðri röð t.v. að ofan, lítur beint á áhorfandann. Er hann dökkur á brún og brá, og með mikið alskegg, hefur hatt á höfði með pílagrímsmerki, skel, sem á við ferðir pílagríma til Compostella, og er í sokkum og skóm. Sá sem er t.h. við heilag- an Jakob horfir næstum að þeim sem skoðar. I hinu fræga veggmálverki Rafaels (1483-1520) í páfagarði, „Aþenuskólanum", verða líklega greindar tvær sjálfsmyndir höfundarins. Báðir þessir menn horfa fram. Ekki er alveg fjarstæða að ætla að sá sem skar líkneskin í Ögurtöflu hafi gert sjálfsmynd sína þar sem er postulinn Jakob eldri. I frægu málverki er sýnir heilagan Lúkas mála Maríu mey og Jesúbarnið mun höfundur, Roger van der Weyden, hafa léð guðspjallamanninum sína eigin ásjónu. All stórt, autt bil verður ofan líkneskjanna í miðhólfinu. Virðist sennilegt að mynd af hvítri dúfu, sem tákna átti heilagan anda, hafi verið komið þarna fyrir upphaflega, en myndin glatast. Máluð er heilög þrenning á ytri hlið vinstri hurðar. Slíkt nábýli virðist næstum óviðkunnanlegt, en rekist verður á það á þessum tímum að aðalviðfangsefni sé endurtekið í einu og sama listaverki. Bugðurnar í líkneskjunum og mjaðmasveigjan (franska: hanchement) hljóta að vekja athygli, en reyndar ber misjafnlega mikið á þessum einkennum. Uppruna mjaðmasveigjunnar hafa menn rakið til hinn- ar fornu, klassísku andvægisstellingar (ítalska: contraposto). Það kemur fyr- ir að bolbugður séu litlar sem engar í síðgotneskri höggmyndalist, t.d. í myndum þýska tréskerans Tilman Riemenschneiders (um 1460-1531). Bein- ir bolir sjást víða í list Miklagarðsríkis. Ekki verður sagt að bolsveigjur séu kennimerki á mannamyndum Jan van Eycks, og sama máli gegnir um manna- myndir í list Flémalle meistarans, Roger van der Weydens, Dirk Bouts og fleiri niðurlenskra málara. Þessum flokki tilheyra hinar heilögu persónur á bríkarvængjunum. Þar sem Ronald Recht fjallar um síðgotneska byggingarlist, eldtungu- stílinn í húsagerð, í ritinu „L'Univers des Formes", og ræddar eru hvelfing- ar, vitnar hann til ummæla Henri J. Focillons um hvelfingar sem gerðar eru á þessu skeiði. Focillon segir þær búa yfir því sem hann nefnir „qualité féerique", sem sagt yfir álfaeðli einhvers konar. Ekki er mér kunnugt um hvort fá megi þessa skilgreiningu til að ná til málara- og höggmyndalistar við ofangreindan listsöguáfanga. Altarisbríkur voru þá oft svo íburðarmikl- ar að alveg jaðrar við þjóðsagnaímyndun. Einnig urðu bríkurnar mikilvæg- ari á vissan hátt en áður var, því að áherslan fluttist frá höggmyndunum úti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.