Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 27
ÖGURBRÍK 31 skýjóttri steintegund, líklega marmara. í hinni frægu mynd Tempesta eftir Giorgione má koma auga á tvær stúfsúlur, hvora við hlið annari. Frá því hermir að slíkar súlur hafi verið tákn um hugprýði í andstreymi. Utan á vængjunum velur bríkarmálarinn brúnrauðan, rauðan og sterk- rauðan lit fyrir klæðin. Liggur nærri að hann styðjist við einn aðallit þar sem eru þessar myndir. Rautt er aðallitur í myndinni af Maríu með Jesú- barnið og bleikrautt setur mjög svip á boðunarmyndina. Við þetta styrkist mótunaráferðin og skuggaáherslunni ávinnst eitthvað. Minnst var á stoðkonumyndirnar sitt hvorum megin við miðhólfið. Slík- ar myndir eru mjög fornar. Hið alþjóðlega heiti þeirra (enska: caryatid) er dregið af nafni spartversku borgarinnar Karyai á Pelopsskaga. Vísar heitið til hofgyðja Artemisar. Meðal Grikkja tilheyrðu stoðkonur snemma jónískri hefð, og geymast fögur dæmi þeirra í hofinu Erekþeion í Aþenu. Stoðmynd- ir af þessu tagi nutu hylli á dögum endurreisnarstefnunnar, sbr. Jean Goujon (1510- um 1566) í Frakklandi. Segja má að teikning verði sjálfstæð listgrein með Leonardo da Vinci, og hafði hann náttúruna að leiðarljósi. Hvað áhrærir teikninguna sem liggur til grundvallar vængmálverkunum í Ögurtöflu sjást forsendur meðal gam- alla handritalýsinga. Þeir sem unnu við þær líktu ekki eftir náttúrunni af fyllstu nákvæmni, og talsverð afhverfni mótar list þeirra. Breyting verður í listþróun Vestur-Evrópu á 13. og 14. öld, þegar ítalski málarinn Giotto (d. 1337) kemur fram á sjónarsviðið, en hann trúði á gildi náttúrunnar. Vegna Ögurtöflu virðist liggja beint við að hafa mið af enskum handritalýsingum frá 14. öld. Bera þær fornari einkenni en list Giottos. Sérstakur stíll í lýsing- um er kenndur við Austur-Anglíu. Elsta handritið í þeim hóp er Peter- borough saltarinn, frá um 1300. í öðru handriti, nefndu eftir Corpus Christi háskóladeildinni í Cambridge, getur að líta öngmynd sem sýnir Maríu mey og heilagan Kristófer ásamt Jesúbarninu, og minnir hún að vissu leyti á klæðagerðina á vængmyndunum í Ögurtöflu. í þessu sambandi er rétt að doka við hjá enn eldra verki, en það er upphafsstafurinn E, afar stór, með myndum og skrauti, í svonefndum Windmill saltara. Lítil mynd Maríu meyjar, t.h. að ofan, líkist mjög í byggingu Maríumyndinni innan á hægra vængnum á Ögurbrík. Hugað skal betur að líkneskjum bríkarinnar. Einkunnir við smærri líkn- eskin hafa mjög margar týnst, eins og bent hefur verið á, og er mikill skaði að því, þó er hægt að skilgreina nokkur þeirra eftir einkunnum. Postulinn heilagur Jakob af Compostella stendur í miðri efri röð myndanna sem gerð- ar er t.v. í brík, var að honum komið hér á undan. í neðri röð þessa bríkar- hluta er lengst t.h. dýrlingur sem heldur á bók og trékylfu, án efa heilagur Júdas Thaddeus postuli. Líklegt virðist að skurðmyndin lengst t.v. í efri röð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.