Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 27
ÖGURBRÍK
31
skýjóttri steintegund, líklega marmara. í hinni frægu mynd Tempesta eftir
Giorgione má koma auga á tvær stúfsúlur, hvora við hlið annari. Frá því
hermir að slíkar súlur hafi verið tákn um hugprýði í andstreymi.
Utan á vængjunum velur bríkarmálarinn brúnrauðan, rauðan og sterk-
rauðan lit fyrir klæðin. Liggur nærri að hann styðjist við einn aðallit þar
sem eru þessar myndir. Rautt er aðallitur í myndinni af Maríu með Jesú-
barnið og bleikrautt setur mjög svip á boðunarmyndina. Við þetta styrkist
mótunaráferðin og skuggaáherslunni ávinnst eitthvað.
Minnst var á stoðkonumyndirnar sitt hvorum megin við miðhólfið. Slík-
ar myndir eru mjög fornar. Hið alþjóðlega heiti þeirra (enska: caryatid) er
dregið af nafni spartversku borgarinnar Karyai á Pelopsskaga. Vísar heitið
til hofgyðja Artemisar. Meðal Grikkja tilheyrðu stoðkonur snemma jónískri
hefð, og geymast fögur dæmi þeirra í hofinu Erekþeion í Aþenu. Stoðmynd-
ir af þessu tagi nutu hylli á dögum endurreisnarstefnunnar, sbr. Jean
Goujon (1510- um 1566) í Frakklandi.
Segja má að teikning verði sjálfstæð listgrein með Leonardo da Vinci, og
hafði hann náttúruna að leiðarljósi. Hvað áhrærir teikninguna sem liggur
til grundvallar vængmálverkunum í Ögurtöflu sjást forsendur meðal gam-
alla handritalýsinga. Þeir sem unnu við þær líktu ekki eftir náttúrunni af
fyllstu nákvæmni, og talsverð afhverfni mótar list þeirra. Breyting verður í
listþróun Vestur-Evrópu á 13. og 14. öld, þegar ítalski málarinn Giotto (d.
1337) kemur fram á sjónarsviðið, en hann trúði á gildi náttúrunnar. Vegna
Ögurtöflu virðist liggja beint við að hafa mið af enskum handritalýsingum
frá 14. öld. Bera þær fornari einkenni en list Giottos. Sérstakur stíll í lýsing-
um er kenndur við Austur-Anglíu. Elsta handritið í þeim hóp er Peter-
borough saltarinn, frá um 1300. í öðru handriti, nefndu eftir Corpus Christi
háskóladeildinni í Cambridge, getur að líta öngmynd sem sýnir Maríu mey
og heilagan Kristófer ásamt Jesúbarninu, og minnir hún að vissu leyti á
klæðagerðina á vængmyndunum í Ögurtöflu. í þessu sambandi er rétt að
doka við hjá enn eldra verki, en það er upphafsstafurinn E, afar stór, með
myndum og skrauti, í svonefndum Windmill saltara. Lítil mynd Maríu
meyjar, t.h. að ofan, líkist mjög í byggingu Maríumyndinni innan á hægra
vængnum á Ögurbrík.
Hugað skal betur að líkneskjum bríkarinnar. Einkunnir við smærri líkn-
eskin hafa mjög margar týnst, eins og bent hefur verið á, og er mikill skaði
að því, þó er hægt að skilgreina nokkur þeirra eftir einkunnum. Postulinn
heilagur Jakob af Compostella stendur í miðri efri röð myndanna sem gerð-
ar er t.v. í brík, var að honum komið hér á undan. í neðri röð þessa bríkar-
hluta er lengst t.h. dýrlingur sem heldur á bók og trékylfu, án efa heilagur
Júdas Thaddeus postuli. Líklegt virðist að skurðmyndin lengst t.v. í efri röð