Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 108

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 108
112 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og varpað ljósi á þær leifar hennar, sem vænta má að enn séu undir sverði. Árið 1675 var byggð ný kirkja í Nesi. Sú bygging var byggð upp af tré og hvíldi þakið á eikarstólpum en torfveggir voru engu að síður hlaðnir upp að miðjum hliðum að utan. Kirkja þessi var í 8 eða 9 stafgólfum. I elstu lýsingu á þessari kirkju frá 1678 er komist svo að orði, að grjótvegg- ir séu umhverfis kirkjuna nær upp að miðjum hliðum [en] allt annað torf- laust.25 Þetta ber líklega að skilja svo að veggir af torfi og grjóti hafi verið hlaðnir meðfram suður- og norðurhliðum kirkjunnar en að tréþil hafi verið austan- og vestanmegin. Árið 1703 er húsið enn talið sæmilegt en þó nokk- uð tilgengið í suður en að öðru leyti er ekki minnst á veggi þess eða máttar- viði.2í> 1724 er kirkjan einnig talin vel standandi að veggjum og viðum27 en 1732 hafði verið gerð á henni nokkur viðgerð, suðurveggurinn hlaðinn upp að nýju og kirkjan rétt við þó ekki hafi það dugað alveg og hallaðist kirkjan enn lítillega.28 1748 eru máttarviðir kirkjunnar taldir velsterkir og stæðilegir og veggirnir sömuleiðis.29 1753 hafði kirkjubóndinn enn látið hlaða allan suðurvegginn að nýju3" og ári síðar getur prófastur þess að nyrðri veggur- inn sé sundurhlaupinn og ekki rétt stæðilegur.31 Árið 1756 hafði nyrðri vegg- urinn verið hlaðinn upp32 og næstu árin lýsir prófastur sig yfirleitt ánægðan með ástand veggjanna. 1763 hafði Bjarni Pálsson, sem þá hafði nýlega tekið við kirkjunni, látið rífa ofan af veggjunum til að skoða og lagfæra tréverkið, sem víða var orðið fúið, en ekki er þess getið hvernig gengið var frá torf- veggjunum eftir þær viðgerðir.33 Ekki virðist þessi viðgerð hafa verið merki- leg því 1767 telur prófasturinn að veggir kirkjunnar séu sumpart sundur- hlaupnir og sumpart niðurfallnir34 og skipar að sóknarfólkið eigi að byggja upp veggina endurgjaldslaust. Ári síðar hafði nyrðri veggurinn verið hlað- inn upp35 en dráttur varð á að sá syðri yrði hlaðinn að nýju. Það hafði þó verið gert 1774 en þó ekki betur en svo að þá þegar voru báðir veggirnir farnir að hlaupa í sundur og leggjast á tréverkið.36 Ekki virðist þó hafa verið bætt úr þessu 1775 en þá er suðurveggurinn enn talinn sundurhlaupinn en sá nyrðri sæmilegur né heldur 1777 en þá er suðurveggurinn talinn holur, sundurhlaupinn og sumstaðar fallinn á þiljur en sá nyrðri nokkurnveginn sæmilegur en þó gallaður.37 1778 var svo komið að suðurveggurinn var svo gott sem fallinn en þó að norðurveggurinn sýndist að utanverðu stæðilegur þá var hann farinn að ganga á þiljurnar.38 1781 var syðri veggurinn gjörfall- inn og hinn nyrðri nærri falli39 og virðist ekki hafa verið gert neitt við vegg- ina frá 1774 þar til hin nýja kirkja var byggð 1785. Samkvæmt tiltækum heimildum hefur því suðurveggurinn verið hlað- inn upp þrisvar frá fyrstu byggingu 1675, þ.e. fyrir árin 1732,1753 og 1774, og nyrðri veggurinn tvisvar, þ.e. fyrir 1756 og 1768. Líklegt er þó að vegg- irnir hafi verið hlaðnir upp oftar því árlegar prófastsvísitatíur eru ekki til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.