Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og varpað ljósi á þær leifar hennar, sem vænta má að enn séu undir sverði.
Árið 1675 var byggð ný kirkja í Nesi. Sú bygging var byggð upp af tré og
hvíldi þakið á eikarstólpum en torfveggir voru engu að síður hlaðnir upp
að miðjum hliðum að utan. Kirkja þessi var í 8 eða 9 stafgólfum.
I elstu lýsingu á þessari kirkju frá 1678 er komist svo að orði, að grjótvegg-
ir séu umhverfis kirkjuna nær upp að miðjum hliðum [en] allt annað torf-
laust.25 Þetta ber líklega að skilja svo að veggir af torfi og grjóti hafi verið
hlaðnir meðfram suður- og norðurhliðum kirkjunnar en að tréþil hafi verið
austan- og vestanmegin. Árið 1703 er húsið enn talið sæmilegt en þó nokk-
uð tilgengið í suður en að öðru leyti er ekki minnst á veggi þess eða máttar-
viði.2í> 1724 er kirkjan einnig talin vel standandi að veggjum og viðum27 en
1732 hafði verið gerð á henni nokkur viðgerð, suðurveggurinn hlaðinn upp
að nýju og kirkjan rétt við þó ekki hafi það dugað alveg og hallaðist kirkjan
enn lítillega.28 1748 eru máttarviðir kirkjunnar taldir velsterkir og stæðilegir
og veggirnir sömuleiðis.29 1753 hafði kirkjubóndinn enn látið hlaða allan
suðurvegginn að nýju3" og ári síðar getur prófastur þess að nyrðri veggur-
inn sé sundurhlaupinn og ekki rétt stæðilegur.31 Árið 1756 hafði nyrðri vegg-
urinn verið hlaðinn upp32 og næstu árin lýsir prófastur sig yfirleitt ánægðan
með ástand veggjanna. 1763 hafði Bjarni Pálsson, sem þá hafði nýlega tekið
við kirkjunni, látið rífa ofan af veggjunum til að skoða og lagfæra tréverkið,
sem víða var orðið fúið, en ekki er þess getið hvernig gengið var frá torf-
veggjunum eftir þær viðgerðir.33 Ekki virðist þessi viðgerð hafa verið merki-
leg því 1767 telur prófasturinn að veggir kirkjunnar séu sumpart sundur-
hlaupnir og sumpart niðurfallnir34 og skipar að sóknarfólkið eigi að byggja
upp veggina endurgjaldslaust. Ári síðar hafði nyrðri veggurinn verið hlað-
inn upp35 en dráttur varð á að sá syðri yrði hlaðinn að nýju. Það hafði þó
verið gert 1774 en þó ekki betur en svo að þá þegar voru báðir veggirnir
farnir að hlaupa í sundur og leggjast á tréverkið.36 Ekki virðist þó hafa verið
bætt úr þessu 1775 en þá er suðurveggurinn enn talinn sundurhlaupinn en
sá nyrðri sæmilegur né heldur 1777 en þá er suðurveggurinn talinn holur,
sundurhlaupinn og sumstaðar fallinn á þiljur en sá nyrðri nokkurnveginn
sæmilegur en þó gallaður.37 1778 var svo komið að suðurveggurinn var svo
gott sem fallinn en þó að norðurveggurinn sýndist að utanverðu stæðilegur
þá var hann farinn að ganga á þiljurnar.38 1781 var syðri veggurinn gjörfall-
inn og hinn nyrðri nærri falli39 og virðist ekki hafa verið gert neitt við vegg-
ina frá 1774 þar til hin nýja kirkja var byggð 1785.
Samkvæmt tiltækum heimildum hefur því suðurveggurinn verið hlað-
inn upp þrisvar frá fyrstu byggingu 1675, þ.e. fyrir árin 1732,1753 og 1774,
og nyrðri veggurinn tvisvar, þ.e. fyrir 1756 og 1768. Líklegt er þó að vegg-
irnir hafi verið hlaðnir upp oftar því árlegar prófastsvísitatíur eru ekki til