Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 123
SVAR VIÐ RITDÓMI
127
Hún nefnir, að úrtak tilvitnana í kenningar ýmissa fræðimanna um
uppruna íslendinga sé sjálfvalið, og gefur þar með í skyn að það sé óeðlilegt
(hver annar átti að velja) og að eitthvert ímyndað hlutleysi sé til í slíkum
málum. Síðan segir Guðrún: „Þessi umfjöllun [um kumlin] er skreytt súluritum
ýmis konar, töflum og kortum." (Bls. 186).
Meira er í raun ekki sagt efnislega og hvergi eru niðurstöður súlurita og
taflna dregnar í efa. Hins vegar dregur hún í efa kort eitt sem sýnir sam-
band kumla og landnámsbæja samkvæmt Landnámu.
En ekki hefur lestur Guðrúnar á þessum kafla verið sérlega nákvæmur.
Ef hún hefði rýnt vandlega í súluritin þá hefði hún séð þau leiðu mistök
sem áttu sér stað í fyrstu prentun bókarinnar, en þar birtist sama súluritið á
tveimur stöðum (Fig. 10 og 12). Þau áttu hinsvegar að vera tvö og sýna
fundatíðni í tveimur sýslum.
Hún tekur hins vegar eftir því að eitthvað var bogið við Fig. 14, sem einn-
ig er súlurit, en getur ekki alveg séð hvað er að. Þau mistök sem þarna urðu
hafa öll verið leiðrétt.3
Síðastnefnda súluritið sýnir tíðni gripa eða efnisflokka gripa í kumlum.
Ef um mjög ójafna dreifingu er að ræða, er yfirleitt talið að slíkt sé vitnis-
burður um misskiptingu valds eða auðæfa í samfélaginu (stratified society),
en sé dreifingin jöfn er andstæð niðurstaða dregin (egalitarian society). ís-
lensku kumlin benda til hins síðarnefnda, þó með vissum fyrirvara vegna
ástands þeirra og þeim aðferðum sem á þau var beitt.
Við skulum snúa aftur að kumlum og Landnámu. í þeirri umræðu fatast
Guðrúnu illilega. Eg tek nokkur dæmi.
Um annan hluta bókarinnar, sem fjallar um kuml á íslandi, segir hún að
það komi hvergi fram í umfjöllun minni, að um heiðnar grafir sé að ræða
(bls. 185). Ég vil minna Guðrúnu á, að bókin er skrifuð fyrir fornleifa-
fræðinga og aðra sérfræðinga og þegar rætt er um kuml í Skandinavíu og
víðar, þá segir það sig sjálft við hvers konar grafir er átt. Menn hnýta ekki í
tíma og ótíma forskeytum á borð við hednisk/heathen eða sambærilegu
orði við heitið gröf. Fornleifafræðingar eiga að vita að kuml (sænska: gravar,
enska: graves) frá landnámsöld eða víkingaöld eru heiðnar grafir, nema
annað sé sérstaklega tekið fram. Aðeins á Islandi er annað heiti notað yfir
heiðnar grafir, þ.e.a.s. kuml, þó svo að Guðrún kjósi að nota heitið grafir
eða heiðnar grafir.
Þess ber að geta að yfirskrift fyrsta kaflans í öðrum hluta er lcelandic
graves of the Viking Age. Sá sem ekki gerir sér grein fyrir innihaldinu hlýtur
að vera blindaður á einn eða annan hátt. Til garnans get ég þess að eitt
höfuðrit Norðmanna í þessum efnum heitir Vestlandske graver fra jern-
alderen eftir Hákan Schetelig og kom út árið 1912. Sennilega hefur ekkert