Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 148
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Húsið Geirsstaðir, áður Skólabraut 24 á Akranesi og byggt var 1903, var flutt á safnsvæðið,
hlaðinn að því grunnur og frágangi á ytra borði lokið að mestu.
Hitaveitulögn var lögð að húsum safnsins og var verkstæðishúsið Fróðá, tengt hitaveitunni.
Safnið tók á leigu um 100 ferm. geymslu sem leysti úr brýnni þörf.
Gunnlaugur Haraldsson safnstjóri fékk launalaust leyfi frá 1. ágúst en sagði síðan starfi sínu
lausu í desember. Var Guttormi Jónssyni, sem starfað hefur lengi við safnið, falið að veita því
forstöðu um sinn.
Byggðasafn Borgarfjarðar. Það er í Safnahúsi Borgarness ásamt bóka-, skjala-, náttúrugripa-
og listasafni héraðsins. Sýning byggðasafnsins er til bráðabirgða í þröngu húsnæði ásamt nátt-
úrugripasafninu, þar sem væntanlegt sýningarhúsnæði byggðasafnsins í Safnahúsinu hefur
enn ekki losnað.
Forstöðumaður Safnahússins og byggðasafnsins er Guðmundur Guðmarsson.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Gestir í safninu munu hafa verið 2.000-3.000. Forstöðu-
maður var í fæðingarorlofi febrúar - ágúst. Nokkrar sérsýningar voru í Norska húsinu. Munir voru
merktir og skráðir og um 300 munir frumskráðir úr safninu í Olafsvík og um 100 í Norska húsinu.
Forstöðumaður safnsins er Þóra Magnúsdóttir.
Byggðasafn Dalamanna. Safngestir á árinu voru um 500 á árinu. Engin breyting varð á hög-
um safnsins á árinu.
Forstöðumaður er Magnús Gestsson.
Minjasafn Egils Olafssonar, Hnjóti. I safnið komu á árinu 3.900 gestir.
Meðal nýfenginna gripa má nefna bókbandsáhöld og prentletur frá prentsmiðju Arnfirðings á
Bíldudal, sem Pétur Thorsteinsson gaf út en Þorsteinn Erlingsson stýrði. Er jafnvel talið, að
Þorsteinn hafi kennt bókband þar vestra. Soðningarhellu með ártali 1842 frá verstöðinni í Sel-
látrum í Tálknafirði og Guðrún Einarsdóttir á Sellátrum gaf. Hellan stóð úti sem matarborð og
mötuðust sjómenn við hana. Þá má nefna eldhúsinnréttingu úr torfbæ á Hamri á Múlanesi frá
síðasta hluta 19. aldar og mun óvenjuleg.
Búið er að múrhúða innan viðbyggingu safnhússins en annar frágangur er eftir.
Forstöðumaður safnsins er Egill Olafsson.
Byggðasafn Vestfjarða. I safnið komu rúmlega 7000 gestir á árinu, en það var opið daglega frá
15. maí til 30. sept. og að auki eftir samkomulagi. Forstöðumaður, Jón Sigurpálsson, var í leyfi
hálft árið og var Jóna Símonía Bjarnadóttir ráðin forstöðumaður á meðan. Hreinsaði hún m.a.
kvenbúninga safnsins og kom þeim fyrir í geymslu. Safnið stóð fyrir sjö skemmtikvöldum í
Tjöruhúsinu, sem voru vel sótt.
Á árinu voru opnaðar safndeildir á Flateyri og fyrirhugað er að opna safndeild á Þingeyri.
Hins vegar gjöreyðilagðist nánast allt sem í safninu á Flateyri var í snjóflóði um haustið.
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna. Þangað komu 1364 gestir og að auki 2600 skóla-
nemar frá Skólabúðunum á Reykjum.
Nokkurra gamalla og merkra báta var aflað til safnsins og heimild fengin fyrir öðrum. Eru
það Mjóni í Ofeigsfirði, sem smíðaður var 1873 af Jóni Jónssyni í Krossnesi er smíðaði Ofeig,
skektan Keppa frá Krossnesi í Víkursveit, tveir trillubátar sem Eðvald Halldórsson smíðaði, frá
Ánastöðum og Gnýsstöðum á Vatnsnesi, og skektan Sæfari á Valdalæk, sem Ólafur Guð-
mundsson frá Gnýsstöðum smíðaði.
Safnhúsið var málað að innan og uppsetning gripa lagfærð, einnig var hafin lagfæring á lóð
safnsins eftir skipulagi Gunnars Jónassonar arkitekts.
Safnið fékk geymslu fyrir stóra hluti að Söndum í Miðfirði.
Forstöðumaður safnsins er Jón Haukdal Kristjánsson.
Heimilisiðnaðarsafnið, Blönduósi. Það er opið daglega tvo mánuði yfir sumarið, 20. júní - 20.
ágúst frá kl. 14-17. Þangað komu 1050 skráðir gestir, 172 erlendir og 158 skólanemar, en talið
er að um 30% fleiri óskráðir gestir komi.
Skráðir safngripir eru 2610. Á safnadaginn, 9. júlí, var opnuð sýning á bættum og viðgerð-
um hlutum, sérstæð sýning sem sýndi hagleik og nýtni fólks fyrrum. Vakti hún mikla athygli.
Þann dag var einnig tóvinnusýning í safninu.