Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 148

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 148
152 ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS Húsið Geirsstaðir, áður Skólabraut 24 á Akranesi og byggt var 1903, var flutt á safnsvæðið, hlaðinn að því grunnur og frágangi á ytra borði lokið að mestu. Hitaveitulögn var lögð að húsum safnsins og var verkstæðishúsið Fróðá, tengt hitaveitunni. Safnið tók á leigu um 100 ferm. geymslu sem leysti úr brýnni þörf. Gunnlaugur Haraldsson safnstjóri fékk launalaust leyfi frá 1. ágúst en sagði síðan starfi sínu lausu í desember. Var Guttormi Jónssyni, sem starfað hefur lengi við safnið, falið að veita því forstöðu um sinn. Byggðasafn Borgarfjarðar. Það er í Safnahúsi Borgarness ásamt bóka-, skjala-, náttúrugripa- og listasafni héraðsins. Sýning byggðasafnsins er til bráðabirgða í þröngu húsnæði ásamt nátt- úrugripasafninu, þar sem væntanlegt sýningarhúsnæði byggðasafnsins í Safnahúsinu hefur enn ekki losnað. Forstöðumaður Safnahússins og byggðasafnsins er Guðmundur Guðmarsson. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Gestir í safninu munu hafa verið 2.000-3.000. Forstöðu- maður var í fæðingarorlofi febrúar - ágúst. Nokkrar sérsýningar voru í Norska húsinu. Munir voru merktir og skráðir og um 300 munir frumskráðir úr safninu í Ólafsvfk og um 100 í Norska húsinu. Forstöðumaður safnsins er Þóra Magnúsdóttir. Byggðasafn Dalamanna. Safngestir á árinu voru um 500 á árinu. Engin breyting varð á hög- um safnsins á árinu. Forstöðumaður er Magnús Gestsson. Minjasafn Egils Olafssonar, Hnjóti. I safnið komu á árinu 3.900 gestir. Meðal nýfenginna gripa má nefna bókbandsáhöld og prentletur frá prentsmiðju Arnfirðings á Bíldudal, sem Pétur Thorsteinsson gaf út en Þorsteinn Erlingsson stýrði. Er jafnvel talið, að Þorsteinn hafi kennt bókband þar vestra. Soðningarheilu með ártali 1842 frá verstöðinni í Sel- látrum í Tálknafirði og Guðrún Einarsdóttir á Sellátrum gaf. Hellan stóð úti sem matarborð og mötuðust sjómenn við hana. Þá má nefna eldhúsinnréttingu úr torfbæ á Hamri á Múlanesi frá síðasta hluta 19. aldar og mun óvenjuleg. Búið er að múrhúða innan viðbyggingu safnhússins en annar frágangur er eftir. Forstöðumaður safnsins er Egill Ólafsson. Byggðasafn Vestfjarða. I safnið komu rúmlega 7000 gestir á árinu, en það var opið daglega frá 15. maí til 30. sept. og að auki eftir samkomulagi. Forstöðumaður, Jón Sigurpálsson, var í leyfi hálft árið og var Jóna Símonía Bjarnadóttir ráðin forstöðumaður á meðan. Hreinsaði hún m.a. kvenbúninga safnsins og kom þeim fyrir í geymslu. Safnið stóð fyrir sjö skemmtikvöldum í Tjöruhúsinu, sem voru vel sótt. Á árinu voru opnaðar safndeildir á Flateyri og fyrirhugað er að opna safndeild á Þingeyri. Hins vegar gjöreyðilagðist nánast allt sem í safninu á Flateyri var í snjóflóði um haustið. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna. Þangað komu 1364 gestir og að auki 2600 skóla- nemar frá Skólabúðunum á Reykjum. Nokkurra gamalla og merkra báta var aflað til safnsins og heimild fengin fyrir öðrum. Eru það Mjóni í Ófeigsfirði, sem smíðaður var 1873 af Jóni Jónssyni í Krossnesi er smíðaði Ófeig, skektan Keppa frá Krossnesi í Víkursveit, tveir trillubátar sem Eðvald Halldórsson smíðaði, frá Anastöðum og Gnýsstöðum á Vatnsnesi, og skektan Sæfari á Valdalæk, sem Ólafur Guð- mundsson frá Gnýsstöðum smíðaði. Safnhúsið var málað að innan og uppsetning gripa lagfærð, einnig var hafin lagfæring á lóð safnsins eftir skipulagi Gunnars Jónassonar arkitekts. Safnið fékk geymslu fyrir stóra hluti að Söndum í Miðfirði. Forstöðumaður safnsins er Jón Haukdal Kristjánsson. Heimilisiðnaðarsafnið, Blönduósi. Það er opið daglega tvo mánuði yfir sumarið, 20. júní - 20. ágúst frá kl. 14-17. Þangað komu 1050 skráðir gestir, 172 erlendir og 158 skólanemar, en talið er að um 30% fleiri óskráðir gestir komi. Skráðir safngripir eru 2610. Á safnadaginn, 9. júlí, var opnuð sýning á bættum og viðgerð- um hlutum, sérstæð sýning sem sýndi hagleik og nýtni fólks fyrrum. Vakti hún mikla athygli. Þann dag var einnig tóvinnusýning í safninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.