Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Side 16
i6
að fullyrða, að það sé ágætlega af hendi leyst í heild
sinni. Að eins það kynni að virðast efamál, hvort
þörf hafi verið að prenta svo mörg eftirrit af hinu
sama skjali, sem sumstaðar er gert, t. d. af tíundarlög-
unum á 70.—162. bls., og hvort eigi sé enn nauðsyn-
legra að fá sjálf skjölin prentuð, heldr enn að fá
langa innganga til þeirra.
Jón Sigurðsson hefir tekið þátt í útgáfu á Kvœð-
um Jóns Thóroddsens, Kh. 1871, og samið æfisögu
Jóns Thóroddsens, sem prentuð er framan við skáld-
söguna Mann og Konu, Kh. 1876.
Á Landhagsskýrslum, fimm bindum, Kh. 1858—
75, hefir Jón Sigurðsson ráðið öllu fyrirkomulagi, sömu-
leiðis á Tíðindum um stjórnarmálefni íslands, þremr
bindum, Kh. 1864. 70. 75.
í Skýrslum og reikningum Bókmentafélagsins
skýrði hann á hverju ári nákvæmlega frá öllum hag
félagsins og lýsti greinilega þeim handritum, er fé-
laginu gáfust, og lét semja Skýrslu um handritasafn
þess, er prentuð var, Kh. 1869; og þá er félagið hafði
staðið í ’hálfa öld, 1816—1866, samði hann sögu fé-
lagsins um þetta tímabil, mjög fróðlega : Hið íslenzka
Bókmentafélag. Stofnan félagsins og athafnir um fyrstu
fimmtíu árin 1816—1866. Kh. 1867.
VI. Rit lagalegs og réttarsögulegs efnis.
Eitthvert hið yfirgripsmesta og þýðingarmesta af
bóklegum störfum Jóns Sigurðssonar er Lovsamling
for Island, 17 bindi, Kh. 1853—1877. 1.—15. bindi
gaf hann út með deildarstjóra Öddgeiri Stephensen.
Jón Sigurðsson safnaði og raðaði öllu efninu, enn O.
Stephensen las handrit hans og mun hafa gert athuga-
semðir við það. í þessu verki eru eigi lögboðin eða
skjölin ein gefin út, heldr fylgja þeim vanalega sögu-