Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Page 84
84
fundust í Alpafjöllum, héldu ýmsir fornfræðingar að
væru úr fílum þeim, er Hannibal hafði meðferðis til
Ítalíu. Voltaire gerði gys að náttúrufræðingi, er hélt,
að skeljar í Alpafjöllum væru eldgamlar, og sagði, að
þær væru að eins leifar pílagríma, er yfir fjöllin hefðu
farið.
Hinn nafnkunni franski náttúrufræðingur Cuvier
(1769—1832) var hinn fyrsti, sem rannsakaði steingjörv-
inga nákvæmlega. Hann var hinn fyrsti, sem sýndi
samræmi það, sem er í byggingu dýranna æðri sem
lægri, raðaði þeim niður eptir skyldleika og rannsak-
aði hina innri byggingu þeirra. Hann var því manna
færastur um að gjöra athuganir þar að lútandi. í
jarðlögunum kringum París fann hann ótal dýrabein
og aðra steingjörvinga, setti saman beinagrindur úr
smábrotum og gat sér til með mikilli skarpskygni,
hvernig það hefði verið, er á vantaði. í allri beina-
byggingu margra dýra má sjá vist samræmi milli hinna
einstöku hluta (Correlah'ons-lögméil), svo af því að sjá
nokkur bein má opt ráða í, hvernig hin hafa verið.
Af tönnunum og lögun annara beina má og að mestu
leyti sjá, hvernig lifnaðarhætti dýranna er var-
ið. Cuvier gat nú á þennan hátt með mikilli nákvæmni
lýst dýralífi því, sem verið hafði, þegar jarðlög þessi
mynduðust við Parisarborg; hann sá, að flest þau dýr
voru að mörgu ólík öllum þeim dýrum, sem nú lifa,
og hann sá líka, að dýralíf þetta var mismunandi ept-
ir jarðlögunum, er beinin fundust i. Af þessu réði
hann, að myndun jarðlaganna hefði orðið á ýmsum
tímum, og sögu dýra- og jurtalífs á jörð vorri mætti
skipta í viss tímabil, eins og menn skipta mannkyns-
sögunni. Hann sá, að sérstakir steingjörvingar ein-
kenna hvert jarðlag, og að á þeim má þekkja þau
sundur og sjá aldur þeirra innbyrðis, og enn fremur