Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Side 86
86
slíkar snöggar byltingar hefðu allar lifandi verur alt
í einu dáið, en síðan hefðu verið sköpuð ný dýr og
plöntur fullkomnari en þær, sem áður voru. Bylting-
ar þessar áttu að hafa haft mestu áhrif á alla jörðina,
lönd og fjöll risu úr sæ og önnur þöktust hafi. Vötn
og firðir flæddu yfir löndin og báru með sér grjót og
kletta, sand og steina, bein og beinabrot; hellar og
dalir fyltust af leir, sandi og leifum dýra og jurta.
Seinasta byltingin var syndaflóðið. Á þessari skoðun
voru flestir jarðfræðingar fram undir miðja 19. öld; en
nú eru þessar byltingar alveg horfnar úr jarðfræðinni.
fað ber þó einstaka sinnum við, að einhver gamall
jarðfræðingur enn þá heldur verndarhendi sinni yfir
þessum skoðunum, af því hann getur eigi sætt sig við
að sleppa því, er hann hafði fest svo í huga sér í
ungdæmi sínu. þessar skoðanir á jarðmynduninni gátu
eigi haldizt, eptirþað að menn fóru að rannsaka jarð-
lögin í fjarlægum héruðum; þær sýndust ef til vill nokk-
uð líklegar, þegar að eins var litið á einstaka bletti,
þar sem fátt og lítið er til samanburðar. Jarðfræðing-
urinn Lyell (j* 1875) varð fyrstur til að gjöra mönnum
það skiljanlegt, að jörðin altaf hefði orðið fyrir verk-
un sömu afla, og að breytingarnar hefðu ei verið snögg-
ar, eins og þeir Cuvier héldu, heldur hefðu þær orðið
smátt og smátt á löngum tíma með sömu kröptum,
sem enn vinna að jarðarsmíðinu. Á þennan hátt féll
byltingakenningin um sjálfa sig. Dýr og jurtir dóu
aldrei alveg út, en mynda eins og sírennandi straum
eða samanhangandi keðju frá fyrstu byrjun jarðarinn-
ar til vorra daga. Jarðfræðingar gátu þó eigi gjört
sér fullkomlega grein fyrir mismun dýra- og jurtalifs-
ins á ýmsum tímabilum jarðarinnar, fyr en Charles
Darwin með rannsóknum sínum hafði skýrt fyrir
mönnum orsakir, breytingar og uppruna lifandi hluta
á jörð vorri. Síðan hefir jarðfræðinni og þó einkum