Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Qupperneq 87
«7
þekkingunni á steingjörvingunum fleygt fram á hverju
ári. Rannsóknirar eru reyndar við þetta orðnar tölu-
vert örðugri og margbreyttari, en menn hafa líka feng-
ið betri hugmynd en nokkurn tíma áður um útlitjarð-
arinnar og lífsins fyr á tímum. í elztu jarðlögunum
finnast lægstu dýrin, og þvi yngri sem jarðlögin verða,
því fullkomnara og margbreyttara verður alt dýra- og
jurtalíf. Hin sífelda keppni og ófriður milli dýra- og
jurtategunda innbyrðis hefir gjört það að verkum, að
þær tegundir, sem að einhverju leyti voru færari um
og betur fallnar til að leita sér fæðu, lifðu hinar og
gátu af sér afkvæmi, sem altaf varð margbreyttara
og fullkomnara, afþví breytingar á byggingunni gjörðu
tegundirnar opt hentugri til þess að keppa og berjast
fyrir tilverunni; hinar, sem eigi voru eins vel útbúnar,
liðu ósigur og dóu smátt og smátt út. þ>essi sífelda
keppni milli allra lifandi hluta hefir átt sér stað um
öll tímabil jarðmyndunarinnar, án þess nokkurt hlé
yrði á.
Kenning Cuviers og hans lærisveina um bylting-
ar jarðarinnar átti þegar í byrjun við margt að stríða,
því margir voru þeir hlutir, sem eigi var hægt að
skilja á þennan hátt. Sumstaðar eru jarðlög svo inni-
lega nátengd hvert öðru, að varla er hægt að sjá
nokkur samskeyti, jafnvel þó þau á öðrum stöðum séu
aðgreind hvert frá öðru. Dýrategundir, sem sumstað-
ar sýndust að eins einkenna eitt vist jarðlag, fundust
annarstaðar innan um ólíka steingjörvinga í öðrum
jarðlögum. Alcide d’Orbigny, sem fylgdi byltingar-
kenningunni fast fram, sagði, að slíkar dýrategundir
hefðu reyndar dáið út við byltinguna, en hefðu svo verið
skapaðar á næstu jarðöld að nýju og síðar dáið út.
Af þessu og öðru fóru menn betur og betur að sjá,
að aldrei hafði verið þvertekið fyrir alt dýra-og jurta-