Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Side 98
98
hjá fóstrinu, sé ómögulegt að greina á byggingunni,
hvert það sé útlimir á fugli, skriðdýri eða spendýri,
því hjá öllum þessum dýrum myndast þeir úr sömu
frummyndinni“. f>egar fóstrið er 25 daga, er eigi hægt
að sjá neinn verulegan mismun á fóstri hjá manni og
hundi. Halaliðirnir eru þá framstandandi, en seinna
vaxa þeir saman í eitt bein hjá manninum, sem al-
kunnugt er, og sjást eigi utan á. Hjartað hefir fram-
an af líka byggingu og hjá hinum lægri hryggdýr-
um, og stóra táin er laus frá hinum tánum, eigi sam-
hliða þeim, og stendur út eins og þumalfingur. Fyrsta
myndun mannsins í móðurkviði verður þvi alveg á
sama hátt og hjá hinum öðrum hryggdýrum. Af
þessu og þvílíku hafa menn séð, að hvert dýr í upp-
vextinum gengur í gegnum þær aðalmyndir, sem
fyrir neðan það eru í dýraröðinni, og stígur eins frá
því ófullkomnara til hins hærra, eins og dýraríkið í
heild sinni hefir gjört á hinum ýmsu tímabilum jarðar-
myndanarinnar. þetta gefur skoðunum jarðfræðing-
anna á eðli steingjörvinganna mikla festu, því á
þennan hátt geta þeir af ummyndunum dýranna ráðið
í, hvar og hvernig þeir eiga í dýraríkinu að finna
sambandið milli steingjörvinganna. Vér gátum þess
fyr, að spendýrin hafa í fósturlífinu æðar og annað,
sem benda á tálknaboga lægri hryggdýranna. Fisk-
amir hafa tálkn, sem alkunnugt er, og froskdýrin
hafa þau fiest framan af æfinni, en missa þau seinna.
Fullvaxin skriðdýr, fuglar og spendýr hafa ekkert
þvílíkt. Af þessu mætti ráða, að fiskar, sem eru ó-
fullkomnastir hryggdýranna, hefðu fyrst komið fram
á jörðunni og svo er líka. Elztu hryggdýr, sem menn
finna, eru fiskar, síðan koma í yngri jarðlögum frosk-
dýr, svo fuglar og seinast spendýrin. f>að er þó eigi
nóg með það, að fóstrin bendi á ýms stig í dýraröð-
inni í heild sinni, heldur sjást og á þeim snemma sér-