Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 3
3
Magr.úsi, að hann bauð honum að fyrra bragði fje
til siglingar og stjrrk til náms,þangað til hann næði
embættisprófi. f>etta efndi Krieger drengilega.
Magnús gleymdi heldur eigi þessum velgjörðamanni
sínum, heldur minnist hans opt í ritum sínum og á-
vallt með innilegri, lifandi þakklætistilfinning.
Árið 1831 kveður Magnús Island og fer til Dan-
merkur, sem átti að verða, eins og hann sjálfur
kemst að orði, „annað föðurland“ hans. Sama ár
tók hann inntökupróf við háskólann (examen artium)
með bezta vitnisburði, og fjekk síðan Garð. Á
Garði var hann 4 ár og bjó að sögn með Konráði
Gíslasyni. J>eir urðu brátt alúðarvinir, og hjelzt sú
vinátta meðan Magnús lifði. J>egar hann hafði ver-
ið eitt ár við háskólann, tók hann „annað háskóla-
prófið“, og sneri sjer því næst með kappi að guð-
fræðinni, og leysti af hendi embættispróf í henni
28. dag aprílmán. 1837 með bezta vitnisburði.
paú lætur að líkindum. að hin guðhrædda móðir
Magnúsar hafi snemma látið þenna námfúsa son
sinn kynnast ritningunni, einkum hinu nýja testa-
menti. Hún hefir látið hann þegar á barnsaldri
lesa í bók þessari, sem var hinn helgasti og dýr-
mætasti fjársjóður hennar. Síðan hefur Magnús í
skóla fengið hugmynd um visindalega biblíuþýðing,
og hefur þannig, eins og hann sjálfur lætur í ljósi,
þegar heima á íslandi fengið hina fyrstu undirstöðu
undir hina miklu biblíuþekking sína. þ>að var þvi
eðlilegt, að hann á námsárum sínum við háskólann
legði mesta stund á biblíuþýðing, er hugur hans
þegar frá barnæsku hafði hneigzt í þá stefnu. Hann
segir og sjálfur, að hann hafi varið langmestum tíma
til nýja testamentisins, meðan hann var að búa sig
undir embættisprófið. Hann kveðst hafa lesið mest
1*