Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 4
4
upp á eigin spýtur, og ekki bundið sig við skýr-
ingar háskólakennendanna, en guð hafi opt látið
sig finna nýjar skýringar yfir hina erfiðari staði.
En þó eigi hann öðrum mönnum mikið að þakka í
því efni, einkum „háskólakennara Clausen“ og hin-
um „beztu þýzku •ritskýrendum“.
H. N. Clausen (1793—1877) var hinn langhelzti
af guðfræðiskennendum við háskólann um þessar
mundir, einkum að því, er biblíuþýðing snertir. þ>að
var því eðlilegt, að Magnús hneigðist mest að hon-
um, enda varð hann á námsárum sínum lærisveinn
Clausens í fyllsta skilningi. Af því leiddi fyrst og
fremst það, að hann þá þegar varð fráhverfur
Grundtvig (mótstöðumanni Clausens), enda mun hið
sjónrika stórskáld aldrei hafa haft hin minnstu áhrif
á Magnús. En Clausen hafði og önnur þýðingar-
rr.eiri áhrif á hinn unga mann. Clausen hneigðist,
eins og alkunnugt er, nokkuð að skynsemistrú (Ra-
tionalisme) fyrri aldar. J>að kom og fram i biblíu-
skýringum hans. Hann varð þannig til þess, að
vekja og glæða skynsemistrú i hjarta þessa námfúsa
lærisveins síns. Getur og verið, að Magnús hafi
þegar heima á íslandi fengið hin allra fyrstu fræ-
korn hinnar einkennilegu skynsemistrúar sinnar, en
kennsla Clausens hafi að eins veitt þeim vöxt og
viðgang.
En Magnús kveðst og eiga mikið að þakka „þýzk-
um ritskýrendum“, er hann hafi lesið á námsárum
sinum. f>að er skaði, að hann nafngreinir eigi þessa
ritskýrendur, sem óefað hafa verið skynsemistrúar-
menn. Að likindum hefur hann þegar á þeim tíma
kynnzt ritum Páls frá Heidelberg.
í>egar Magnús hefur lokið námi sinu við háskól-
ann (1837), er þannig grundvöllurinn lagður til hinn-
ar miklu mótsetningar. hinnar miklu tviskiptingar,