Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 6
6
Jósef sonur minn (sbr. i. Mósisbók, 45. kap.,
28. v.). J>essum orðum, sem sýna fagurlega hug og
hjartalag hins gamla manns, gat Magnús ahlrei
gleymt, en minntist þeirra opt, eptir að hann var
orðinn gamall maður. Að síðustu tóku ættingjar
Magnúsar það til bragðs, að sækja um Hólma í
Reyðarfirði fyrir hans hönd, án þess að hann vissi.
Honum var veitt brauðið (1841), en hann afsalaði
sjer því undir eins, ,,því að“, ritar hann seinna, „eg
hafði þá ekki lyst til að taka við kalli og verða
prestur, mest vegna þess, að eg var þá farinn að
,manúdúcera‘, sem það kallast ... og langaði mig
til að halda því áfram, af því eg fann og sá, að eg
þar við fékk tækifæri til að hugsa betur um margt
það í trúarbragðaefnum og guðfræðinni, sem eg
áður hafði orðið að taka við að nokkru leyti í blindni,
eins og það kom frá guðfræðiskennurunum við há-
skólann, samt til að auka þekking mína og skýra
álit mitt um margt þar að lútandi11. í þessum orð-
um getum vjer fengið dálitla bending um það, sem
í raun og veru knúði Magnús til þess að vilja eigi
„taka við kalli og verða prestur“. Hann vildi „hugsa
betur um margt“, er hann hafði áður orðið „að taka
við í blindni“. Hvað er það þá, sem knýr hann ?
Auðvitað meðvitundin um það, að hann er farinn
að efast um suma höfuðlærdóma kristinnar trúar.
J>að er þessi meðvitund, sem knýr hinn samvizku-
sama mann til þess að ganga eigi i þjónustu kirkj-
unnar að svo stöddu. Verið getur, að hann hefði
eigi staðizt „freistinguna11, en að siðustu látið undan
þrábeiðni ættingja sinna og orðið prestur á íslandi,
einkum til þess að geta verið nær móður sinni ; en
þannig átti ekki að verða. Móðir hans, sem lengi
hafði verið heilsulítil, andaðist 1841. Magnús minnt-
ist hennar i „Skírni“ 1842. Jeg tek það hjer upp,