Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 8
8
Eptir dauða móður sinnar hætti Magnús fyrir fullt
og fast við að hugsa til heimferðar að svo stöddu,
enda kom brátt annað fyrir, er hertók allan huga
hans.
Árið 1838 bættist háskólanum í Kaupmannahöfn
nýr guðfræðiskennari. J>að var hinn víðfrægi rit-
snillingur H. L. Martensen (1808—1883). Hann tók
brátt að lesa fyrir trúfræði (dogmatik), og fylgdi
fram þeirri frumskoðun, að vísindaleg rannsókn og
heimspekileg hugsun geti sameinazt kristilegri trú.
Hann vildi með hugsaninni gjöra sjer það skiljan-
legt, sem oss er gefið í opinberuninni. Hann vildi
út frá grundvallarsannindum kristindómsins skýra
ráðgátur tilverunnar. Jesús Kristur var miðdepill
í allri hugsan hans. En trúfræði hans var klædd í
heimspekilegan búning, en búningur sá minnti á He-
gel, sem í fyrstu hafði haft mikil áhrif á Martensen.
f>eir, sem eitthvað hafa lesið eptir Martensen, geta
getið því nærri, hvílík áhrif hinn auðskildi, lærði,
mælski ritsnillingur hafi haft á unga menn á þeim
dögum, er allt það, sem minnti á Hegel, töfraði
hugi manna, enda þyrptust svo margir að ræðustól
hans, að það er nálega eins dæmi í sögu háskólans.
En brátt risu nokkrir menn upp mót Martensen,
og þóttust lítið sjá i honum annað en lærisvein
Hegels, og einn þeirra manna var Magnús Eiríks-
son. Hann sá ekkert annað hjá hinum unga kenn-
ara en Hegel, og hjelt því, að Martensen vildi láta
kristindóminn eins og hverfa inn í heimspekina.
|>að hefir og án efa vakið gremju hjá Magnúsi, að
sjá hina ungu guðfræðisnemendur yfirgefa að nokkru
leyti biblíuþýðinguna, sem hann unni svo mjög, og
setjast við fætur Martensens til að hlusta á trúfræði
hans. Enn fremur hefur það vakið gremju hjá hon-
um, að sjá þennan unga mann jafnvel kasta skugga