Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 9
9
á sinn elskaða gamla kennara, Clausen. Allt þetta
studdi að því, að hann varð fullkominn mótstöðu-
maður Martensens, eins og brátt kom fram.
Um 1840 bar allmikið á „baptistum“ í Danmörku.
— þ>eir neita gildi barnaskírnarinnar og vilja að eins
láta skira fullorðna menn.—Mynster, ræðuskörungur-
inn mikli, var þá Sjálandsbiskup. Hann var harður
í kröfum og stjórnsamur og undi því illa, að „bap-
tistar“ ljetu eigi skíra börn sín, eins og aðrir menn.
Og þar kom, að hann beitti valdi, er bænir dugðu
eigi, og ljet stundum lögregluþjónana taka börnin
án vilja foreldranna og færa þau til skírnar. þ>að
kom og fyrir, að feður, sem eigi vildu láta skíra
börn sín, voru settir í varðhald sem óbótamenn.
Maður nokkur „sat inni upp á vatn og brauð í sam-
tals 105 daga“. Hann hafði þverneitað að láta skíra
börn sin. Jetta tiltæki Mynsters vakti megna mót-
stöðu, en nokkrir urðu til þess að verja hann, t. a. m.
biskup Faber í Odense og Martensen að nokkru leyti.
Nú var Magnúsi ofmikið boðið. Hin óhlífna að-
ferð Mynsters særði sanngirnis- og rjettlætistilfinning
hans. Hann varð að þrífa pennann og verja hina
ofsóttu. Hann varð að skrifa varnarrit fyrir „bap-
tista“, einkum er Martensen skrifaði móti þeim 1843
(Den christelige Daab betragtet med Hensyn paa
det baptistiske Spörgsmaal). Hann langaði eins og
til að reyna sig við Martensen. J>annig kom fram
hið fyrsta rit Magnúsar 1844: Um „baptista“ og
barnaskírn (Om Baptister og Barnedaab, samt flere
Momenter af den kirkelige og speculative Christen-
dom). í bók þessari sýnir hann fyrst fram á, hversu
rangt það sje, að ofsækja menn, þótt þeir sjeu ann-
arar trúar ; en mesti hluti bókarinnar er vörn fyrir
„baptistum“ og skoðun þeirra á skírninni. Hann
færir rök fyrir því, að hinir dönsku „baptistar“ standi