Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 10
10
eigi í sambandi við hina gömlu „anabaptista" (end-
urskirendur). En því næst reynir hann að sanna,
að skoðun baptista á skírninni sje hin eina rjetta.
Barnaskirnin hafi eigi komizt á fyr en löngu eptir
daga postulanna. Hún sje alveg þýðingarlaus, af
því að sá, sem á að skírast, verði að þekkja lær-
dóma kirkjunnar og trúa þeim, en það geti ung-
barnið ekki. Skírnin hafi engin yfirnáttúrleg áhrif,
engan endurfæðandi, engan trúlífgandi krapt, en sje
að eins sú athöfn, að veitt sje inntaka í samfjelag
kristinna manna. Skírnin eigi að vera „ídýfingar“-
skírn — þeim, sem skfrast eiga, er dyfið niður í
vatnið.— f>etta rejmir hann allt að sanna af ritning-
unni, en kemst þá auðvitað víða í hinar mestu ó-
göngur; þvf, eins og alkunnugt ér, kennir nýja testa-
mentið hið gagnstæða. fessi stóra bók Magnúsar
(CXII-l-628 bls.) vakti eigi alllitla eptirtekt í Dan-
mörku, og urðu nokkrir til að geta hennar í dag-
blöðum og tímaritum, en auðvitað kom hún engri
visindalegri ritdeilu á stað. Hún átti það heldur
eigi skilið, því hið vísindalega gildi hennar er all-
lítið, þótt hún beri vott um allmikinn lærdóm. En
tveir smáritlingar voru ritaðir um bók þessa. þ>eir
komu út hið sama ár og eru hvor gegn öðrum.
peir eru nokkurs konar blendingur af gamni og al-
vöru. (Ritlingurinn á móti Magnúsi heitir: Epistola
eller Sendebrev til Sr. Magnus Eiriksson fra en an-
den gammel Landsbypræst;—en hinn ritlingurinn, sem
einn landi Magnúsar ritaði honum til varnar, heitir:
En Privatskrivelse til den anden gamle Landsby-
præst fra hans gamle Ven, den förste gamle Candi-
dat, som Commentar over Hr. Pastors Epistola til
Sr. Magnus Eiriksson. J>essi ritlingur er vel rit-
inn og víða meinfyndinn).
Magnús hafði gjört Martensen þann grikk, að láta