Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 11
11
prenta nokkrar setningar úr trúfræði hans, er voru
teknar hingað og þangað úr skrifuðum fyrirlestrum,
og bætt svo við miður góðgjörnum skýringum eptir
sjálfan sig. Undan þessari meðferð kvartaði Mar-
tensen í grein einni í „Berlingske Tidende11 1844,
og um leið getur hann þess, að hann geti eigi feng-
ið af sjer að fara í ritdeilu við Magnús. Hann
kveðst eigi ætla sjer að svara honum; og það efndi
hann rækilega. Hann ljet sem hann vissi ekki,
þótt Magnús gæfi út hvern ritlinginn á fætur öðr-
um, sem allir beinlínis eða óbeinlínis beindust að
Martensen með óstjórnlegum móðsyrðum og bitur-
yrðum.
pegar hjer er komið, er Magnús orðinn sjer þess
meðvitandi, að hann er orðinn fullkominn skynsem-
istrúarmaður, og getur eigi fellt sig við skoðun kirkj-
unnar á hinum kristilegu trúarlærdómum. Hann á-
setur sjer því, að láta hjer eigi staðar nema, heldur
rita um alla grundvallarlærdóma kristindómsins á
sama hátt, sem hann hafði ritað um skírnina. En
áður en hann gjörði það, vildi hann skýra fyrir les-
endum sínum, hvað hin sanna kristilega trú sje, og
þess vegna ritar hann árið 1846 bók þá, er hann
nefndi: Trú, hjátrú og •va.ntrú (Tro, Overtro og
Vantro i deres Forhold til Fornuft og Forstand
samt til hinanden indbyrdes.) Hjer kemst hann
auðvitað að þeirri niðurstöðu, að „hin sanna kristi-
lega trú sje skynsemistrúin1', og hið sama kemur
fram í riti því, er hann seinna(i85o) ritaði mót Sö-
ren Kierkegaard (Er Troen et Paradox og „i Kraft
af det Absurde" ?). J>essi 2 rit eru eigi beinlínis
mót Martensen, en auðvitað situr Magnús sig eigi
úr færi, að kasta hnútum að honum, þegar því verð-
ur við komið.
í fyrsta riti sínu (Baptister og Barnedaab) hafði