Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 12
V2
Magnús einkum beint orðum sínum að trúfræði Mar-
tensens, sem hann auðvitað þóttist „algjörlega rífa
niður“. En þótt trúfræði Martensens væri þannig
fallin, þá var þó siðfræði hans enn þá óhrakin. Og
Magnús vildi eigi hætta við hálfgjört verk. Hann
vildi gjöra siðfræði Martensens sömu skil og trú-
fræðinni. Hann ritar því, 1846, bók, er hafði þetta
einkennilega nafn : Dr. H. Martensens trykte moral-
ske Paragrapher, eller det saakaldte „GrundridsHil
Moralphilosphiens System af Dr. Hans Martensen“,
i dets forvirrede, idealistisk-metaphysiske og phanta-
stisk-speculative, Religion og Christendom under-
gravende, fatalistiske, pantheistiske og selvforgud-
erske Væsen, belyst og bedömt af Magnus Eiriks-
son. Rit þetta er alllítið og lítilfjörlegt, en afskap-
lega ofsafengið. Hann ætlaði með ofsa sínum og
gífuryrðum að knýja Martensen til að svara, en það
dugði eigi. Martensen þagði sem áður.
fessi fyrirlitningar-þögn knúði Magnús áfram.
lengra og lengra. Hann greip til nýrra úrræða.
Hann kærði Martensen fyrir yfirboðurum hans,
Hann kvað Martensen eigi kenna lærdóma kirkj-
unnar, heldur „nokkurs konar háspekilega villu-
fræði“, enda þyrði hann eigi opinberlega að veija.
sig eða kenning sína. Magnús hafði áður sjálfur
barizt mót ofsóknum þeim, er baptistar urðu fyrir-
en nú heimtar hann, að stjórnarvaldið ofsæki Mar-
tensen. Fyrst sneri hann sjer í „Cancelliet“ með
kæru sína, en með því hann enga áheyrn fjekk þar,
ritaði hann í júnímán. 1847 brjef til Kristjáns kon-
ungs 8. og krafðist, að kenning Martensens væri
rannsökuð og honum boðið að hreinsa sig af kær-
um þeim, er Magnús kom fram með gegn honum,
Auk þess fann hann að gjörðum stjórnarinnar í ýms-
um pólitiskum málum. Brjef þetta hefir óefað ver-