Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 13
13
ið allsvæsið, þvi Magnús segir sjálfur, að hann hafi
verið fremur djarfyrtur við konung ; og eigi vildi
hann láta prenta það. þ>etta hafði þann árangur,
að mál var höfðað gegn honum i júlímán. sama ár
fyrir stóryrði hans um Martensen og biskup Mynst-
er. Hann varði sjálfur mál sitt með tilstyrk mál-
færslumanns þess, er Lorents Trojel hjet, en Myn-
ster og Martensen skrifuðu báðir i sameiningu mót-
gögnin í málinu. f>eir gátu þess meðal annars, að
Martensen gæti eigi farið í ritdeilu við mann þenna
(Magnús), sem vantaði bæði „andlega hæfilegleika
og þekkingu“ til þess að geta ritað og rætt um
vísindaleg efni, og væri nú á „takmörkum vitfirr-
ingsskapar“. þ>að lætur að líkindum, að Magnúsi
varð gramt í geði við vitnisburð þenna, enda er
hann all-þungyrtur í svari sínu. þ>að er eptirtekta-
vert, að hann í máli þessu stöðugt vitnar til Clau-
sens, er sje sjer samdóma i mörgum höfuðatriðum.
Málið var lagt í dóm í desembermánuði. Skömmu
seinna dó Kristján 8., en Friðrik 7. byrjaði ríkis-
stjórn sína á því, að láta hætta við mörg pólitisk
tnál, og eitt þeirra var mál þetta. Magnús hafði
aldrei kviðið fyrir afdrifum málsins. Hann var full-
viss um, að hann hefði á rjettu að standa, og sann-
leikurinn hlaut að sigra. Auk þess hafði hann og
fengið vitrun í draumi, sem sýndi honum Ijóslega,
að mál þetta mundi eigi verða honum til skaða.
Samt sem áður sá hann í málalokum þessum fingur
forsjónarinnar. Hún hefði nú tekið í taumana og
ætlaði sig til einhvers mikils, eins og seinna kom
fram, að hans ætlan.
Árið 1849 kemur trúfræði Martensens út í fyrsta
sinn. Bók þessi varð brátt fræg meðal vísinda-
manna um alla norðurálfu, en í Danmörku vakti
hún megna mótstöðu. Landar IMartensens risu nú