Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 14
14
upp og skrifuðu stranga dóma um bók hans, t. a. m.
Rasmus Nielsen háskólakennari og Paludan-Muller
prestur. Magnús tók auðvitað í sama strenginn, og
ritaði sama ár enn þá eina bók mót Martensen
(Speculativ Rettroenhed, fremstillet efter Dr. Mar-
tensens „christelige Dogmatik“). Aptan við bók
þessa hnýtir hann öðru riti, sem sýnir ganginn í
máli hans við Martensen (Gejstlig Retfærdighed be-
lyst ved en Biskops Deeltagelse i en Generalfiskal-
sag). í riti þessu talar hann mikið um Mynster og
framkomu hans í málinu. Hann fer mörgum orð-
um um það, að Mynster hafi nú gjört sig jafn-
sekan Martensen með því að verja hann og kenn-
ing hans. Hann kveðst hvorugum þeirra framar
skuli hlífa, og hvorugan þeirra hræðist hann. En
þrátt fyrir öll stórroæli hans um Mynster, er þó auð-
fundið, að hann ber undir niðri mikla lotning fyrir
hinum volduga ræðuskörungi.
Árið eptir (1850) svarar Martensen þeim, er ritað
höfðu mót trúfræði hans (Dogmatiske Oplysninger);
en Magnús nefnir hann að eins á einum stað. Hann
segir, að þótt Magnús Eiríksson, eins og allir muni
játa, miskilji allt stórkostlega, þá sje það þó viður-
kenningarvert, að hann hafi leitazt við að rannsaka
kenninguna sjálfa, en það hafi hinir mótstöðumenn
sínir ekki gjört, heldur hafi þeir að eins snúið sjer
að inngangi trúfræðinnar. Að öðru leyti virðir hann
Magnús eigi svars. Nefnir ekki nafn hans.
Magnús varð auðvitað afar-reiður yfir því, að Mar-
tensen skyldi eigi svara honum eins og öðrum, þeg-
ar hann á annað borð fór að verja sig. Hann gjörði
þá hina síðustu atlögu, ritaði sína seinustu bók mót
Martensen (Den nydanske Theologies Cardinaldyder,
belyste ved Hjælp af Martensens Skrifter samt Mod-
skrifterne, tilligemed 75 theologiske Spörgsmaal