Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 15
15
rettede til Dr. H. Martensen). Rit þetta er rnjög'
litils virði, og er að miklu leyti endurtekning á því,
er hann hefur áður sagt. A stöku stað virðist hann
reyndar vera dálítið vægari i orði en áður, og stund-
um virðist hann eins og viðurkenna verðleika Marten-
sens sem rithöfundar. fað hefur auðvitað komið af
þessari litlu viðurkenningu, sem liggur í þeim orð-
um Martensens, er jeg áður gat um. En af þessu
getum vjer aptur ráðið, að það ef til vill hefði haft
árangur, efMartensen hefði ritað rækilega móthon-
um, og sýnt honum fram á, að kenning sín væri
eigi svo gagnstæð kristindóminum, sem hann hjelt.
En því miður gjörði Martensen það ekki. Hann
þagði, og Magnús hætti nú að leggja hann í ein-
elti.
Oll þessi rit mót Martensen voru svo barnalega,
já, stirt og óliðlega rituð, full af endalausum endur-
tekningum og ástæðulausum „útúrdúrum“, að næsta
fáir urðu til að lesa þau. Auk þess voru þau svo
ofsafull og ofstækileg, að úr hófi keyrði. Magnús
lætur rigna yfir Martensen gegndarlausum gífur-
yrðum og ástæðulausum illyrðum, sem engum mennt-
uðum manni eru samboðin. þ>ótt þessi rit Magnús-
ar sjeu um hin æðstu vísindi, er mannsandinn getur
fengizt við, þá eru þau langt frá því að vera vís-
indaleg. ]pað er hinn þýðingarmesti galli þeirra, og
næsta ólík eru þau i þessu tilliti ritum Martensens.
Vegna þessara galla voru þau og næsta þýðingar-
lítil fyrir samtíðarmenn hans. f>au voru eins og
andvana fædd og gátu því enga þýðing haft, og
það jafnvel þótt Magnús í einstaka atriði hefði rjett
fyrir sjer. Á hinn bóginn bera rit þessi, eins og
öll rit hans, vott um óbeygjanlega sannfæring og
óbifanlega fastheldni við allt, sem hann áleit satt og
rjett.