Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 17
17
kunnugt, var Magnús draummaður mikill. Hann
trúði á drauma, og skoðaði drauma sína eins og nokk-
urs konar vitranir. Hann dreymdi opt fyrir ein-
stökum atburðum (t. a. m. dauða Kriegers, dauða
móður sinnar o. s. frv.). En merkilegastir eru draum-
ar hans um kirkjuna, sem hann einu sinn ætlaði að
gefa út, en vinir hans fengu hamlað því. Hverjum
draumi átti að fylgja skýring eptir sjálfan hann, sem
einnig byggðist á guðlegri bending. „þ>egar eg
hafði fengið þessa draumvitran", ritar hann, „var
mjer gefið á sama augnabliki að þýða hana“. Draum-
vitranir hans um kirkjuna eru 6 að tölu. Fimm
þeirra eru frá 1839—1845 og ein frá 1859. Allar
eru þær hver annari líkar að efni. J>ær eiga að
sýna, að kirkjan sje afvegaleidd og fari vill vegar,
en henni verði aptur komið á rjetta leið, áður en
langt líði. Schwanenflúgel getur um eina þeirra,
sem er einna merkust í öllu tilliti. En af því að
honum segist ekki alveg rjett frá, þá set jeg hana
hjer orðrjetta :
„Eg þóttist“, segir Magnús, „vera staddur í Frúar-
kirkju (en annars sá eg þar að eins fátt fólk). Egstóð
skamt frá altarinu, og sneri andlitinu að því. Eg
varð þá var við afarstóra súlu vinstra meginn við
altarið. ... Hún náði alveg upp í hvelfing kirkjunnar
og virtist vera áföst henni. Eg starði á súluna með
mestu undrun, þvi eg mundi vel eptir því, að eg
hafði aldrei séð hana áður. En meðan eg stend þar
og horfi á súluna, losnar hún frá hvelfingunni, verð-
ur ávallt lægri og lægri, og þegar hún var eigi orð-
in hærri en 3*/2—4 álnir, breytist hún í mannslíkan,
og eg sje, að mannslíkan þessi er hin sama Krists-
mynd, sem sú, er hangir yfir altarinu í Frúarkirkju
(og í sama bili tók eg eptir því, að myndin var
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VIII. 2