Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 19
19
ur hans ávallt minnkandi. Færriog færri nemendur
leituðu til hans, og eptir 1847 hafði hann alis enga
kennslu. Hin stærri rit sín varð hann sjálfur að
gefa út, og á þeim hefur hann að minnsta kosti
ekki grætt. Skuldir hans voru að miklu leyti við
okurkarla, sem tóku 40% í rentur. fað ræður að
líkindum, að með þessari rentu hafi skuldirnar ekki
verið lengi að vaxa, enda urðu þær einu sinni 10
sinnum stærri en hin upphaflegu lán. Alít, sem
hann gat unnið sjer inn, gekk til þess að borga
okur-rentur. Hann varð að lána að nýju, til að
borga gömlu lánin. f*egar svona var komið og
engin útlit fyrir annað, en að skuldirnar mundu
alveg kæfa hann, þá rjeðu vinir hans honum til,
að „gjörast gjaldþrota“, en það vildi hann með
engu móti. Að líkindum hefði Magnús orðið bug-
aður af skuldum þessum, ef atvik eitt hefði eigi
bjargað honum. Blóðsugurnar, sem þjáðu hann,
urðu uppvísar að svikum, og voru dregnir fyrir lög
og dóm. £>á komst upp allt athæfi þeirra. Skuld
Magnúsar var færð til rjettrar upphæðar, og hann
fjekk leyfi til þess að borga hana smátt og smátt.
Schwanenfliigel, sem að nokkuru leyti er heimild-
armaður minn fyrir þessu atriði, kveður Magnús
eigi hafa losnað við skuld þessa fyr en um 1870.
Árið 1855 er Magnús orðinn svo beygður og bug-
aður af skuldum og öðru andstreymi, að hann á-
setur sjer að kveðja Kaupmannahöfn og sækja um
brauð heima á íslandi. Vinir hans leggja og fast
að honum, að hann skuli gjöra þetta. Hann lætur
loksins tilleiðast, og sækir um Stafholt, sem
þá var laust. En þá er brjefið kom heim, var
það þegar veitt. Helgi biskup Thordersen skrifar
honum vinsamlegt brjef, en segir sem svo, að ef
2*