Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 20
20
hann sæki aptur um brauð á íslandi, þá verði hann
að lýsa því yfir, hvort hann fylgi kenningum kirkj-
unnar eða ekki. Yfirlýsing þessa verði hann að
senda með umsóknarbrjefinu. Nú líður og bíður,
en árið eptir fær einn merkur Islendingur leyfi hjá
Magnúsi til þess, að sækja um Stokkseyrarbrauðið
(Stokkseyri og Kaldaðarnes) og gefa fullnægjandi
yfirlýsing fyrir hans hönd. Honum var veitt brauð-
ið sumarið 1856, en hann fjekk leyfi biskups til að
vera í Kaupmannahöfn næsta vetur. En um vorið
1857 afsalar hann sjer brauðinu.
Hvers vegna gjörir hann það? Hvers vegna
hikar hann nú'?
Vjer skulum láta Magnús segja sjálfan frá.
„Eg vissi með sjálfum mjer“, skrifar hann sumar-
ið 1857, „að þessi vetur, sem nú er liðinn, var sá
seinasti og ýtrasti prófunartími; eg hef bæði opt
og mikið þar um hugsað .... en því meira, sem eg
hef hugsað um þetta mál, því ljósara hefur það
orðið fyrir mjer: að eg get ekki tekið á móti prests-
embætti. Eg get ekki orðið þjónn kirkjunnar, eins
og hún er, svarið prestaeið o. s. frv.; samvizka mín
vill ekki fallast á það .... Drottni mun þóknast
að leiða mig annan veg, og hef eg rjett nýlega
(það er að segja á þessu vori) enn meira styrkzt í
þeirri trú“
Sumir hafa sagt, að Helgi biskup Thordersen
hafi hvatt Magnús til að sækja um prestsembætti á
íslandi, en það er ekki satt. Hann Ijet Magnús
alveg sjálfráðan. í>að, sem knúði hann til að sækja,
var neyðin og þrábænir vina hans. En hann afsal-
aði sjer brauðinu, af því að hann fann að hann „gat
ekki orðið þjónn kirkjunnar“. Og hvers vegna
gat hann það ekki? Hann trúði ekki á Krist, og þess
vegna gat hann ekki orðið þjónn kirkjunnar, því