Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 21
21
grundvöllur hennar er Kristur. Hann hlaut að af-
sala sjer brauðinu. Annars hefði hann ekki verið
eins samvizkusamur og hann var. Hjer má dást
að því, hversu Magnús leggur allt í sölurnar fyrir
sannfæring sína. það þurfti vissulega mikið þrek
til að setjast aptur í Kaupmannahöfn, eins og þá
var ástatt fyrir honum í öllu tilliti.
Teningunum er kastað. Magnús er orðinn full-
viss um, að hann getur aldrei sætzt við kirkjuna.
Hinn krossfesti Kristur er honum heimska, og frá
heimsku þessari vill hann frelsa meðbræður sína.
Hann hlaut að rita móti guðdómi Krists. Hann
gat ekki annað. Til þess hafði trúarákafi hans of
djúpar rætur, til þess var sannfæring hans of sterk,
sjálfstraust hans of mikið. Nú skildi hann sjálfan
sig og lífsköllun sína: Guð hafði útvalið hann til
þess, að leiða kirkjuna aptur á rjettan veg. En hið
eina ráð til þess var, að hrinda guðdómi Krists.
En hvernig átti hann að fara að því? Átti hann
að kasta allri ritningunni fyrir borð, og með því
hrinda kenning kirkjunnar ? Nei. Hvernig átti hann
að geta það ? Hvernig átti hann að varpa frá sjer öllu
nýja testamentinu, er hann frá barnæsku hafði unn-
að svo mjög og metið svo mikils? Hann verður
efabiandinn í áformi sínu. Hann hikar. En F. C.
Baur hjálpar. Með því að sökkva sjer niður í rit
hans, fann Magnús þá vizku, er hann þurfti. Augu
hans opnast. Hann sjer, auðvitað gegn um gler-
augu Baurs, að Jóhannesar guðspjall eitt kenni guð-
dóm Krists, en hin önnur rit nýja testamentisins
ekki. Nú var þvi um að gjöra, að ryðja guðspjalli
þessu úr vegi, að sanna „að það væri óekta í tvö-
földu tilliti : i., ekki ritað af Jóhannesi postula, og
2., fullt af villum og lygi, einkum af því, að það
umsnýr alveg persónu Krists, og gjörir hann að