Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 22
22
guði“. Til þess að sanna þetta ritar hann svo bók
sína um Jóhannesar guðspjall 1863 (Er Johannes
Evangeliet et apostolisk og ægte Evangelium, og er dets
Lære om Guds Menneskevorden en sand og christelig
Lære?). Með þessu riti þóttist hann sanna, að guð-
spjall þetta væri eptir einhvern „falsara og lygara,
sem ekki að eins lýgur sjálfur, heldur einnig gjörir
Krist að þjóni lyginnar“. Allar aðrar bækur nýja
teslamentisins þótti honum enn þá góðar og gildar.
f»ær væru áreiðanlegur vitnisburður um Krist og
kristindóminn í hinni fyrstu kristni. Og við þá
staði í bókum þessum, þar sem guðdómur Krists er
kenndur með berum orðum, beitti hann sínum ein-
kennilegu skýringum, er enduðu ávallt með þeirri
yfirlýsing, að þessi og þessi staður væri engin sönn-
un fyrir guðdómi Krists, heldur hefði hann allt aðra
þýðing.
Við riti þessu þegja guðfræðingar Dana og Norð-
manna algjörlega, svo að Magnús getur tveim ár-
um seinna undrazt yfir því, „að enginn guðfræðing-
ur skuli hafa reynt til að reka rit þetta“, og af þvi
leiðir hann þá ályktun, að „þetta virðist benda til
þess, að menn treystist eigi til að reka rit mín, en
vilji á hinn bóginn ekki játa, að eg hafi rjett að
mæla, af því að þeir sjá, að það væri sama sem að
játa, að allir kirkjunnar höfuðlærdómar sjeu falskir“.
Hjer kemur ljóslega fram, hversu skaðleg áhrif
þögn guðfræðinganna hafði á Magnús. Að þeir
virtu rit hans ekki svars, skildi hann svo, sem þeir
þyrðu ekki að svara. þ*eir gætu ekki hrakið ástæð-
ur hans. Hann styrktist þannig ávallt meir og meir
í þeirri skoðun, að margir guðfræðingar væru sjer
samdóma, en þeir „elskuðu embættið meir en sann-
leika guðs“. J>ess vegna þegðu þeir.
Sama ár samdi Magnús og ritling um kirkjuskoð-