Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 23
23
un þá, sem kennd er við Grundtvig (Hvern har Ret:
Grundtvigianerne eller deres Modstandere ?). Rit
þetta var, ásamt bókinni um Jóhannesar guðspjall,
þýtt, á sænsku af Ekdahl presti í Stokkhólmi. í
Svíþjóð vakti bókin um Jóhannesar guðspjall nokkra
eptirtekt. Henni var þar hælt í blaði einu og talin
meðal „sjerlega mikilvægra og fróðlegra rita“. En
auðvitað voru það engir nafnkenndir merkismenn,
er gáfu henni þenna vitnisburð. Magnús, sem hafði
aldrei áður fengið nokkra viðurkenning fyrir rit-
störf sín, rjeð sjer nú ekki fyrir barnslegri gleði.
Hann fór til Svíþjóðar (1865), og fjekk beztu við-
tökur í Stokkhólmi hjá Ekdahl presti og fleirum
ritfróðum mönnum. J>að er því ekki að undra,
þótt hann í seinni ritum sínum lofi mjög „bræðurna
fyrir handan Sundið“.
Sumarið 1864 erþessi bók Magnúsar um Jóhann-
esar guðspjall send til íslands, og fær allþungar við-
tökur. Hún vakti ákafa blaðadeilu, bæði í „íslend-
ingi“, „þ>jóðólfi“ og „Norðanfara“. En ritdeila þessi,
er bæði var í bundnu og óbundnu máli, hefur sjer
lítið annað til ágætis, en ofsafull fáryrði og gegnd-
arlaus gífuryrði, er báðir málsaðilar láta sjer sæma
að neyta. Henni var að mestu leyti lokið, þegar Magn-
ús lætur prenta hið íslenzka rit sitt um Jóhannesar
guðspjall ('Jóhannesar guðspjall og lœrdómur kirkj'-
unnar um guð. Nokkrar athugasemdir til yfirvegitnar
peim íslendingum, sem ekki vilja svívirða og lasta
guð með trú sinni). Rit þetta er nokkurs konar á-
grip af dönsku bókinni, en þó er ýmsu hætt við,
t. a. m. því, er hann segir um Hallgrím Pjeturs-
son.
fegar bók þessi kom til íslands, 1865, ritaði lec-
tor theologiæ Sigurður Melsteð alllanga grein um
hana í „J>jóðólfi“. Grein þessi er óefað hið bezta