Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 24
24
er ritað var móti Magnúsi hjer á landi. Arið 1867
sömdu tveir katólskir prestar, er þá voru í Reykja-
vík, ritling mót honum (Jesús Kristur er guð, þrátt
fyrir mótmæli herra Magnúsar Eiríkssonar). Hann
svaraði þeim árið eptir með öðru riti (Nokkrar at-
hugasemdir um sannanir „katólsku prestanna í Reykja-
vík“ fyrir guðdómi Jesú Krists). Eptir þetta hættir
þessi íslenzka ritdeila, nema þess má geta, að Magn-
ús bóndi Einarsson i Skáleyjum skrifar 1869: Nokkr-
ar athugasemdir gegn Magnúsi Eiríkssyni.
þegar Magnús hafði losað sig við Jóhannesar guð-
spjall og „slegið því föstu“, að öll önnur rit nýja
testamentisins sjeu á einu máli um það, að Ivristur
hafi verið að eins maður, þá samdi hann næsta rit
sitt, 1866 (Gud og Reformatoren. En religiös Ide),
eins og til þess, að ákveða stöðu Krists í sögunni.
Rit þetta — sem um leið kemur fram með ýmsar
sakir á hendur Sören Kierkegaard—, á að sýna,
að Kristur hafi eigi verið sendur til annars en að
endurbæta gyðingdóminn. Hann hafi aldrei ætlað
sjer að boða nýja trú. Hinn upphaflegi kristindóm-
ur, sem Kristur boðaði, hafi því að eins verið endur-
bættur gyðingdómur. Kristur hafi verið að eins
siðbætari (reformator) og ekkert meira.
Frá 1866—1871 skrifar Magnús ekkert mót guð-
dómi Krists, en 1870 gefur hann út ritling sinn um
bænina (Om Bönnens Virkning og dens Forhold til
Guds Uforanderlighed). Rit þetta er að nokkru
leyti skrifað mót háskólakennara Bröchner, er neit-
aði því, „að guð gæti bænheyrt, þar sem hann væri
óumbreytanlegur, og allt væri ákveðið fyrirfram“.
Gegn þessu barðist Magnús vel og drengilega, ept-
ir því sem ritkraptar hans leyfðu. Sama ár sem-
ur hann og ritling um ástina til náungans (Kunne
vi elske Ncesten som os selv?), sem hann tileinkar