Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 25
25
minning Kriegers, velgjörðamanns sins. Bæði smá-
rit þessi eru, ásamt brjefunum til Clara Raphael, hið
bezta, er Magnús hefur ritað, bæði að efni og bún-
ingi. Eins og mannúð hans og jafnrjettistilfinning
lýsir sjer í brjefunum, eins kemur trústyrkur hans
og mannást fram í ritum þessum.
í fyrstu hjelt Magnús, að hann mundi geta hrund-
ið guðdómi Krists með því að neita Jóhannesar guð-
spjalli einu, en brátt sjer hann, að fleiri rit nýja
testamentisins verða að víkja. Hann sjer ávalltbet-
ur og betur, að kenning Páls postula getur eigi
samrýmzt skoðun sinni. Annarhvor verður að víkja,
Páll postuli eða Magnús Eiríksson. Annarhvor
þeirra hefur misskilið Krist og kenning hans. petta
fann Magnús, og með því að hann var sannfærður
um sannleik kenningar sinnar, þá hlaut Páll postuli
að hafa haft rangt fyrir sjer. Til þess að sanna
þetta, ritar hann 1871 bók, er hann nefndi: „Páll
og Kristur“, (Paulus og Kristus, eller Pauli Lære
om Retfœrdiggj'örelsen, sammenlignet med Kristi
Lære om Syndsforladelsen), sem á að sýna, hvernig
Páll hafi misskilið Krist og þannig komið fram með
þá kenning, er kristindómurinn smátt og smátt
myndaðist af.
Hjer lætur Magnús eigi staðar numið. Honum
nægir eigi þetta. Öllu nýja testamentinu verður að
varpa fyrir borð. Allir rithöfundar þess misskildu
Krist og kenning hans. fessi er skoðun Magnúsar
á nýja testamentinu, þegar hann semur hið seinasta
stærra rit sitt. ]?að kom út 1873 og heitir: „Gyð-
ingar og Kristnir“ (Jöder og Christne, eller hvorledes
blev Jesus fra Nazareth betragtet i den ældste Kirke,
og hvorledes blev han senere betragtet ?). Hjer kemur
hann fram með árangurinn af öllu ritsmíói sínu frá
1863—1873: Kristur, sem hið í „tvöföldu tilliti ó-