Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 26
26
ekta“ Jóhannesarguðspjall gjörir að guði, var að
eins maður. Hann var sendur til að endurbæta gyð-
ingdóminn. Og hann gjörði ekki annað. Postul-
arnir misskildu hann, einkum Páll postuli, sem
„innleiddi“ friðþægingar-lærdóm kirkjunnar og lagði
þannig hinn fyrsta grundvöll til kristindóms kirkj-
unnar, sem myndaðist svo smátt og smátt, þangað
til hann fjekk fullmyndun sína á 3. og 4. öld. Síð-
an hefur kirkjan í 1500—1600 ár haldið fast við
hina afbökuðu og rangfærðu kenning Krists, þang-
að til Magnús Eiríksson fyrstur manna kom aptur
fram með hinn upphaflega kristindóm, hina sönnu
kenning Krists. Hið eina ráð til viðreisnar kristn-
inni er að hverfa aptur til hinnar endurbættu gyð-
ingtrúar, er Kristur kenndi. Og að hafna henni nú,
þegar Magnús hefur aptur „dregið hana fram“, er
„hið sama sem að krossfesta Krist að nýju“. Já, í
raun og veru miklu stærri synd.
£>essa bók sendi hann bæði Clausen og Marten-
sen, og skoraði á þá, að rita mót henni. feir svör-
uðu honum báðir skriflega, og færðust undan því,
að fara í ritdeilu við hann. Martensen bendir hon-
um á tvö orð : synd og náð, og bætir við: „Ef
þýðing þessara orða gæti við reynsluna gagntekið
líf yðar, mundi skoðun yðar á Kristi, postulunum
og ritum þeirra verða allt önnur“. f>essi orð frá
penna hins djúpvitra öldungs eru næsta þýðingar-
mikil. J>au benda á eina aðalorsök til þeirrar stefnu
andans, sem kallast skynsemistrú (Rationalisme).
J>etta brjef Martensens er, eins og vænta má, eptir-
tektavert í alla staði. Jeg hefi fengið leyfi ættingja
hans til að láta prenta allt brjefið í danskri ritgjörð
um Magnús, er jeg vona, að geti komið út, áður en
mjög langt líður.
Sömu urðu afdrif bókar þessarar og hinna