Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 27
27
fyrri rita Magnúsar. Guðfræðingarnir þögðu við
henni. En leikmaður nokkur, A. Pedrin að nafni,
ritaði nú ritling einn lítinn móti Magnúsi, sem þegar
svaraði með öðrum 1874 (A. Pedrin og Christendom-
men). Bæði þessi rit eru lítil að vexti og verðleikum.
Nú er lokið ritstörfum Magnúsar. Eptir þetta
skrifar hann að eins lítið eitt í dagblöð og tímarit.
Einkum ritar hann nú í sænskt tímarit, er „Sannings-
sökaren“ heitir.
Oll ritMagnúsar skiptast, einsog þegar er sýnt.i tvo
aðalflokka: Deiluritin mót Martensen frá 1844—1850,
og ritin mót guðdómi Krists, frá 1863—1873. Menn
hafa álitið, að ekkert innra samband væri milli rita þess-
ara; en það er eigi rjett. Ritflokkar þessir standa í
nánu sambandi hvor við annan, og er sambandinu
þannig varið, að seinni ritin eru eðlileg afleiðing
hinna fyrri, eins og áður er bent á. En þó er auð-
vitað töluverður munur á þeim, nokkrar framfarir í
einu og öðru. Að því er búning og rithátt snertir,
þá eru ritflokkarnir auðvitað næsta líkir, en þó er
hjer nokkur framför. Mikilvægi efnisins hlaut að
gjöra seinni ritin dálítið skemmtilegri en hin fyrri.
Honum er orðið dálítið ljettara um að skrifa. Hann
hafði nú og síður ástæðu til að beita sínum hvass-
ydda penna gegn einstökum mönnum. |>ó gjörði
hann það um of, 'einkum í hinni fslenzku ritdeilu.
En hjer er líka framför f aðra stefnu. Sjálfstraust
hans kemur fram í ritum þessum sem gegndarlaus
sjálfhælni. Og það er næsta skiljanlegt. Með þvf
að enginn veitti honum viðurkenningu fyrir ritstörf
hans, þá varð hann að gjöra það sjálfur. Guðfræð-
ingarnir virtu hann eigi svars. Hann áleit, að þeir
gætu eigi svarað sjer: „sannleikurinn slægi þá“.
Auk þess hafði hann ávallt látið guðlegar bendingar,
guðlegar draumvitranir leiða sig stig af stigi. Hann