Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 28
28
var því sannfærður um, að hann væri verkfæri í
hendi forsjónarinnar, til þess, að vísa hinni afvega-
leiddu kirkju Krists á rjetta leið. Með þessari sann-
færingu skrifar hann hin seinni rit sín, og það get-
ur gjört oss rithátt hans skiljanlegan. J>ótt öll rit
Magnúsar sjeu visindalegs efnis, þá er ekkert þeirra
eiginlega vísindalega ritað. Varla geta þau heldur
kallast alþ)'ðleg. pau eru eins og mitt á milli.
Magnús er sem rithöfundur „lærður alþýðumaður‘%
ef svo mætti að orði komast.
Eins og ritin mót Martensen voru dauð og þýðing-
arlaus þegar fyrir samtíðarmenn Magnúsar, eins
má segja líkt um ritin mót guðdómi Krists. þ>au
voru, eins og hin, andvana fædd. Hvernig þá ?
Hvers vegna eru öll rit hans nálega þýðingarlaus ?
Tökum ekkert tillit til ritgalla hans: hins barnalega,
óvísindalega, óhlifna ritháttar, hinnar takmarkalausu
sjálfhælni, hinnar blindu þrákelkni o. s. fr. Slepp-
um öllu þessu, og minnumst á hinn bóginn hinnar
barnslegu forsjónartrúar, hinnar einlægu sannleiks-
ástar, hinnar óbifanlegu sannfæringar, sem alls stað-
ar lýsir sjer í ritum hans. þ>ótt vjer sleppum rit-
göllunum og látum þessara kosta getið, þá verða
samt öll rit hans næstum þýðingarlaus, J>að kemur
af hinni miklu tvískipting í öllu hugsunar- og til-
finningarlífi Magnúsar. Tvídeiling þessi hafði, eins
og áður er sýnt, fengið hina fyrstu frummyndun á
námsárum hans, en verður ávallt skarpari og skarp-
ari eptir því, sem lengra líður á æfi hans. Meðan
deilan stóð við Martensen, fer hin einkennilega skyn*
semistrú hans dagvaxandi, án þess þó að geta bug-
að hina barnslegu forsjónartrú, sem einnig vex f ein-
kennilega stefnu. Báðir þessir gagnstæðu straumar
í hinu andlega lífi Magnúsar vaxa að jöfnu hlut-
falli. Hann er knúður áfram lengra og lengra af