Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 30
30
Hann ætlaði nú að verja trúarskoðun sína vel og
rækilega fyrir fjölmennri samkomu. En hann komst
ekki langt. Áheyrendurnir gjörðu ys mikinn, svo
hann varð að hætta. Hann krýpur þá á knje við
ræðustólinn, og biður brennandi bænarorðum til
guðs síns, en þeim, sem viðstaddir voru, fannst mik-
ið um. Hin barnslega brennheita trú, semlýstisjer
í bæn hans, vakti eptirtekt þeirra. Margir prestar
sem voru á mótinu, rituðu Magnúsi seinna, og
tjáðu honum virðing sína fyir framkomu hans á
fundinum. Um leið ljetu þeir þá ósk sína í ljósi,
að hin sterka trú hans gæti beinzt að krossi Krists.
Skömmu eptir kirkjumótið fjekk hann mjög gott
brjef frá gömlum námsbróður sínum, sem þá var
orðinn gamall og gráhærður prestaöldungur. Hann
endar brjef sitt einhvern veginn á þá leið: Á náms-
árum vorum gjörðuð þjer mjer greiða við og við.
Hjartans feginn vildi jeg gjöra yður stærri greiða.
Eitt get jeg gjört: beðið fyrir yður, að Jesús
Kristur,guðs eingetinn son drottinn vor lýsi yður. J>að
vil jeg gjöra. Auk fleiri slíkra alvarlegra og inni-
legra brjefa frá dönskum og norskum prestum, fjekk
hann mikinn fjölda af brjefum frá ókenndum mönn-
um, sem ljetu i Ijósi, að þeir hefðu sömu lífsskoð-
un og hann. Auðvitað hefja þessir menn Magnús
til skýjanna, og þótti honum allvænt um lofið.
Magnús Eiríksson var mjög vinsæll maður. Flest-
allir, er kynntust honum, urðu vinir hans fullkomnir
og „persónulegan11 óvin átti hann engan. Hann
hafði og marga kosti til að bera, er vina afla:
mannúð og mannást, alúð og einlægni, góðfýsi og
greiðvikni, glaðlyndi og mannblendni. Einkum
var það greiðvikni hans og hjálpsemi, sem aflaði
honum vina, en stundum hafði hún óþægilegar af-
leiðingar fyrir sjálfan hann, eins og áður er sýnt.