Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 31
31
í viðræðu var Magfnús skemmtinn, og undi sjer vel
í heimboðum hjá kunningjum sínum, enda var hann
boðinn og velkominn, hvar sem hann kom. í sam-
kvæmi vakti hann aldrei að fyrra bragði umræðu
um trúarskoðun sína, einkum ef hann vissi, að ein-
hver var viðstaddur, sem í því tilliti var mótstöðu-
maður hans. Hann unni mjög söng, og var fús á
að syngja fyrir kunningja sína. Hann hafði og
gott vit á söng, og hafði sungið allvel á fyrri árum
sínum. Venjulega vildi hann „syngja einn, svo
að það heyrðist til sín“.
Mestan hluta æfi sinnar var Magnús í Kaup-
mannahöfn, og þar fjekk hann marga kunningja,
einkum meðal hinna yngri námsmanna. J>eir köll-
uðu hann venjulega „frater“ (bróður) og þótti all-
vænt um karlinn. Þegar þeir höfðu lokið námi
sínu, og voru orðnir embættismenn víðs vegar í Dan-
mörku eða á íslandi, þótti þeim gaman að halda á-
fram kunningsskapnum við hann og skrifast á við
hann. Hann var og sjálfur ópennalatur, og átti
brjefaviðskipti við alla fornkunningja sína fram á
elliár. f>annig skrifaðist hann á við marga embætt-
ismenn á íslandi hin seinustu ár sín. f>eir höfðu
kynnzt honum á námsárum sínum í Kaupmanna-
höfn. Sumir þeirra buðu honum aptur og aptur
heim til íslands, og ætluðu að láta hann vera hjá
sjer einn vetrartíma að minnsta kosti. Seinasta
heimboðið mun það hafa verið, er hann fjekk 1878,
frá 2 hinum merkustu embættismönnum í Reykja-
vik. Auk þess lögðu ættingjar hans um þessar
mundir fast að honum, að hann skyldi koma heim
og vera hjá sjer nokkurn tíma. Auðvitað fýsti
hann mjög að bregða sjer heim og sjá ættjörð sína,
er hann þá hafði eigi sjeð 40 ár, enda gjörði hann
opt ráð fyrir því. En heimferðinni skaut hann þó