Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 32
32
á frest ár frá ári, svo að ekkert varð úr hentii að
síðustu. J>ess þarf varla að geta, að kunningjar
Magnúsar fólu honum í fjarveru sinni öll vandasöm
erindi á hendur, er þeir þurftu að láta framkvæma,
en auk þess rituðu honum opt alveg ókenndir menn,
er fólu honum ýmsan starfa á hendur. Allir, sem
höfðu heyrt hans getið, báru fullt traust til hans.
Og hann hafði svo almennt orð á sjer fyrir ráð-
vendni og samvizkusemi, að jafnvel þeir, sem höfðu
ritað gífuryrtar skammir um hann í hinni íslenzku
blaðadeilu, leituðu seinna ráða til hans.
Seinustu ár æfi sinnar gat Magnús lifað í ró og
kyrrð. Hann var nú orðin laus við okurkarlana.
Fjárhagur hans var seinustu árinn í allviðunanlegu
lagi. Nokkrir vinir hans hjeldu honum 1876 veizlu
i minningu þess, að hann var þá orðinn 70 ára að
aldri. — Jón forseti Sigurðsson mælti fyrir minni
hans, og Gisli háskólakennari Brynjólfsson orti kvæði.
— í minningu þess var og keypt dálítil lífrenta
handa hinum gamla manni. þ>rem árum seinna
veitti og ríkisþing Dana honum 400 krónur, sem
nokkurs konar árleg epirlaun fyrir ritsmíði hans.
J>ess má geta, að það var prestur, sem bezt talaði
máli Magnúsar á „ J>jóðþinginu“, um leið og hann lýsti
yfir því, að trúarskoðun þeirra væri eins gagnstæð
og hugsazt getur. Af þessu fje lifði Magnús sein-
ustu árin, þangað til hann dó 3. dag júlímánaðar
1881. Hann dó á Friðriks-spítala í Kaupmanna-
höfn eptir stutta legu. Hann var grafinn í Garni-
sons kirkjugarði 9. dag s. m. Danskur prestur,
Schousboe að nafni, kastaði á hann rekunum. Eng-
inn ræða var haldin, en íslendingar sungu yfir mold-
um hans nokkur vers úr hinum ágæta sálmi: Allt
eins og blómstrið eina. Við jarðarförina var fjöldi
manna.