Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 34
Þáttur af
Birni Jónssyni á Skarðsá.
Eptir
Jón Þorkelsson, stud. mag.
Jón hét maður og var Jónsson, Ormssonar skipara,
Einarssonar1, Runólfssonar. Hann bjó á Ingveldar-
stöðum á Reykjaströnd í Hegranesþingi. Hann var
kallaður Jón titlingur. Móðir Jóns titlings, en kona.
Jóns Ormssonar hét pórunn Gísladóttir frá Kimba-
stöðum í Sæmundarhlíð, Árnasonar, J>orbjörnssonar,
Árnasonar gulls ; hann hafði siglt i England, verið
þar um tíma, og kom út hingao með gull mikið2 3.
Kona Gísla Árnasonar hét Gróa og var Ásgríms-
dóttir, Sigmundssonar, komin úr Steingrímsfirði ept-
ir pláguna síðari 1495 (sbr. Ann. I. 286). Móðir
Gísla, en kona Árna J>orbjörnssonar á Kimbastöð-
um, hét Kristín, systir séra Gottskálks Jónssonar í
Glaumbæ, sem annálinn skrifaði (d. 1593)®, en dótt-
ir Jóns sýslumanns á Geitaskarði, Einarssonar sýslu-
1) Annálar Björns á Skarðsá I. 286. hleypa þessnm lið auð-
sjáanlega úr af ógáti, því að rétt á eptir er Ormur og Guð-
rún systir hans talin börn Einars. þessa villu hefur Jón Esp-
ólín tekið upp í Árh. V. 19., en í ættartölubókum sínum telur
hann eins og hér er gert, og svo gera Sýslumannaæfir Boga á
Staðarfelli.
2) Annálar Björns á Skarðsá I. 286.
3) Glaumbæjarannáll nær frá Krb. til 1563. ísl. hdr. í
Stokkh. Nr. 5. 8vo (á skinni); afskr. þar af er í JSig. Nr. 129.
4to, með hendi séra Ólafs Pálssonar.